Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2022 19:54 Vita, Daria og Yana Vísir/sigurjón Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira