Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 16:37 Olga Hrytsajenko (t.v.) og Olga Vygovska (t.h.) og börn þeirra Nikita, Tima og Stefaniu eru meðal þeirra 56 flóttamanna sem komir eru hingfað til lands frá Úkraínu. Vísir/Egill Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Þetta segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Hann segir um tvo þriðju hluta flóttamannanna frá Úkraínu hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum sem þegar eru hér á landi. Aðrir fá aðstoð Útlendingastofnunar við að finna húsnæði. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir þá sem þegar hafa flúið Úkraínu flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu. Megi segja sem svo að landamærin séu opin Jón Pétur segir að virkjun 44. greinar útlendingalaga þýði að landamæri Íslands séu opnari en ella Úkraínumönnum. Forsætisráðherra sagði í gær að virkjunin þýddi að landamærin væru galopin. Jón Pétur segir þó að virkjunin hafi ekki jafnmikil áhrif og virðist í fyrstu sín. Langflestir flóttamenn komi frá löndum innan Schengen-svæðisins og því fari þeir ekki í gegnum strangt landamæraeftirlit hvort sem er. Enda er ekkert áætlunarflug frá Úkraínu. Nokkur dæmi séu þó um að fólk komi frá Bretlandi og þá hafi 44. grein áhrif enda eru Bretar ekki í Schengen. Þá feli breytingin í sér ákveðna einföldun á kerfinu, til að mynda dugar flóttamönnum frá Úkraínu að framvísa kennitöluvottorðum en ekki lífkennavegabréfi líkt og áður. „Tilgangurinn er náttúrulega að auðvelda fólki að flýja erfiðar aðstæður sem eru þarna og komast í öruggt skjól. Við tökum fullan þátt í því,“ segir Jón Pétur. Erfitt að ráða í heildarfjöldann Jón Pétur segir erfitt að áætla hversu margir flóttamenn muni koma hingað til lands frá Úkraínu í heildina. „Við höfum áætlað að þetta kunni að vera milli þúsund og fimmtán hundruð einstaklingar sem koma til Íslands á næstu vikum og mánuðum. Það er það sem við erum að horfa til, hvort það rætist er auðvitað erfitt að spá,“ segir hann. „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir miklum áskorunum og við þurfum náttúrulega að finna leiðir til að mæta þeim. Ekki bara viðbragðskerfið heldur við sem þjóð sem heild. Eins og aðrar þjóðir í Evrópu,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, að lokum.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira