Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Egill Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira