Úkraínskt flóttafólk gisti á heimili dómsmálaráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2022 10:24 Atli smellti af þessari mynd af dómsmálaráðherra með úkraínsku mæðginunum. Atli Sigurðarson Úkraínsk kona og sonur hennar gistu í nótt á heimili Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í Kópavogi. Fólkið er á meðal þeirra sem flúið hafa heimalandið eftir innrás Rússlands. Atli Sigurðarson, íbúi í Kópavogi og vinur Jóns, segir í færslu á Facebook hafa sótt vinkonu sína og son hennar, flóttafólk frá Úkraínu, út á Keflavíkurflugvöll seint í gærkvöldi. „Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði,“ segir Atli. Ekki hafi staðið á svörum hjá ráðherranum. „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með?“ Atli segist í samtali við Vísi að Jón hafi bjargað sér fyrir horn. „Sem betur fer. Það gleymist kannski stundum að Jón er björgunarsveitarmaður. Það er bara þannig. Það element í honum er þarna,“ segir Atli. Hann hafi alltaf getað leitað til hans um hvaðeina. Frá Kharkiv þar sem Rússar hafa gert loftárásir undanfarna daga.Getty Images/Vyacheslav Madiyevskyy „Ég gerði það í gærkvöldi og það stóð ekki á því að opna heimilið.“ Atli var á ferðinni með úkraínsku vinum sínum á höfuðborgarsvæðinu, að skrá þau, gera og græja. Allt það sem fylgir komu fólks hingað til lands á flótta. Hann hafði ekki mikinn tíma til að spjalla en segir þó fólkinu heilsast vel. „Þau eru mjög ánægð að vera komin úr þessu ástandi sem þau voru í,“ segir Atli. Þau hafi verið búsett í úkraínsku borginni Kharkiv hvar íbúar hafa fengið að finna fyrir mætti rússneska hersins. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttakona okkar, ræddi við Jón Gunnarsson um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fylgst er með gangi mála í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Atli Sigurðarson, íbúi í Kópavogi og vinur Jóns, segir í færslu á Facebook hafa sótt vinkonu sína og son hennar, flóttafólk frá Úkraínu, út á Keflavíkurflugvöll seint í gærkvöldi. „Ég var í vandræðum með að hýsa þau sjálfur og hringdi því í vin minn og fyrrverandi mág, gamla björgunarsveitamanninn Jón Gunnarsson til að leita ráða varðandi húsnæði,“ segir Atli. Ekki hafi staðið á svörum hjá ráðherranum. „Kemur hún ekki bara til okkar til að byrja með?“ Atli segist í samtali við Vísi að Jón hafi bjargað sér fyrir horn. „Sem betur fer. Það gleymist kannski stundum að Jón er björgunarsveitarmaður. Það er bara þannig. Það element í honum er þarna,“ segir Atli. Hann hafi alltaf getað leitað til hans um hvaðeina. Frá Kharkiv þar sem Rússar hafa gert loftárásir undanfarna daga.Getty Images/Vyacheslav Madiyevskyy „Ég gerði það í gærkvöldi og það stóð ekki á því að opna heimilið.“ Atli var á ferðinni með úkraínsku vinum sínum á höfuðborgarsvæðinu, að skrá þau, gera og græja. Allt það sem fylgir komu fólks hingað til lands á flótta. Hann hafði ekki mikinn tíma til að spjalla en segir þó fólkinu heilsast vel. „Þau eru mjög ánægð að vera komin úr þessu ástandi sem þau voru í,“ segir Atli. Þau hafi verið búsett í úkraínsku borginni Kharkiv hvar íbúar hafa fengið að finna fyrir mætti rússneska hersins. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttakona okkar, ræddi við Jón Gunnarsson um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fylgst er með gangi mála í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20
Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5. mars 2022 16:37