Akureyri „Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt?“ Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nokkur brot gegn fyrrverandi unnustu sinni á heimili hennar á Akureyri í þrjú skipti í janúar á síðasta ári. Innlent 16.10.2023 07:00 „Lífið verður aldrei eins" Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við. Innlent 15.10.2023 10:02 Samfylkingin ætli ekki „að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing“ Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í verkefni vetursins. Kjarapakki þeirra sé skýr. Mikilvægt sé að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu. Á sama tíma eigi Samfylkingin ekki að gleyma sér í góðum niðurstöðum skoðanakannanna. Innlent 14.10.2023 16:44 Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Innlent 13.10.2023 22:22 Að vera nauðgað af kunningja reyndist ekki eina áfallið Karen Eir Valsdóttir varð fyrir hrottalegri nauðgun í september árið 2018. Gerandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Hann afplánaði tuttugu daga á Hólmsheiði áður en hann var fór í opið úrræði á Kvíabryggju. Fyrir dyrum stendur færsla í rafrænt eftirlit. Karen segir erfitt að lýsa reiði sinni að sá sem braut á henni hafi þurft að dvelja tuttugu daga í lokuðu fangelsi. Innlent 7.10.2023 10:10 Kannaði sölukosti og færði sig til Orkusölunnar sem gerði tilboð Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, sem lét í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Fallorku, kannaði fýsileika sölu á félaginu fyrir hönd bæjarins nokkru áður en hann var ráðinn til Orkusölunnar. Orkusalan, sem er beinn samkeppnisaðili Fallorku, falaðist innan þriggja vikna eftir viðræðum um kaup á Fallorku. Viðskipti innlent 6.10.2023 06:02 Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Innlent 3.10.2023 19:05 Aron Einar og Arnór minnast systur sinnar sem lést langt fyrir aldur fram Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór Gunnarssynir minnast systur sinnar, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur sem féll frá á dögunum aðeins fjörutíu ára að aldri, í hjartnæmum færslum á samfélagsmiðlum. Sport 3.10.2023 14:14 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Innlent 2.10.2023 21:33 Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Akureyri Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar. Innlent 25.9.2023 15:17 Sameining MA og VMA „ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir áform menntamálaráðherra um sameiningu MA og VMA ekki heillaskref fyrir íslenskt menntakerfi. Ólíkir skólar tryggi meiri fjölbreytileika fyrir nemendur á landsbyggðinni. Hann er mótfallinn sameiningunni. Innlent 22.9.2023 13:01 Bein útsending: Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku? Alzheimersamtökin blása til ráðstefnu í Hofi á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Innlent 21.9.2023 12:16 Drengurinn fundinn á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði í morgun tólf ára drengs á Akureyri, með einhverfu. Drengurinn fannst í hádeginu. Innlent 21.9.2023 11:51 Ákærður fyrir ólöglegan vopnaflutning á Akureyri Lögregla á Norðurlandi eystra hefur ákært 35 ára karlmann fyrir vopnalagabrot með því að hafa flutt skotvopn með ólöglegum hætti og undir áhrifum áfengis. Innlent 21.9.2023 10:34 Ástin mín, Emma Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Skoðun 19.9.2023 08:00 Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Skoðun 17.9.2023 20:31 Erum við virkilega svona fátæk? Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. Skoðun 17.9.2023 14:01 Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Innlent 16.9.2023 13:11 Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. Innlent 15.9.2023 20:13 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. Innlent 14.9.2023 07:45 Útgerðarfélag Akureyringa rennur inn í dótturfélag Samherja Ákveðið hefur verið að Útgerðarfélag Akureyringa ehf. sameinist Samherja Íslandi ehf., sem fyrir rekur fiskvinnslu á Dalvík og gerir út þrjú ísfiskskip, frystitogara og tvö uppsjávarskip. Móðurfélag þessara tveggja félaga er Samherji hf.. Viðskipti innlent 13.9.2023 16:01 Þorsteinn Már verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli á laugardaginn næstkomandi þegar að liðið mætir Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 13.9.2023 14:29 Límband mikilvægt sönnunargagn í frelsissviptingarmáli á Akureyri Lögreglu er heimilt að taka strokusýni úr munni manns sem er grunaður um líkamsárás, frelsissviptingu og fjárkúgunarbrot á heimili sínu á Akureyri í mars á þessu ári. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis. Innlent 13.9.2023 13:57 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. Innlent 13.9.2023 11:01 Undir skólans menntamerki Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins. Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag. Skoðun 12.9.2023 12:31 Allir nema einn útskrifaðir eftir rútuslysið Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins. Innlent 12.9.2023 11:13 Af vannýttu húsnæði framhaldsskóla Við lestur nýbirtrar skýrslu Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir er margt sem kemur upp í hugann—og fátt gott. Í stað þess að setja á of langt mál langar mig að beina sjónum að einu atriði, nefnilega forsendum skýrsluhöfunda. Skoðun 12.9.2023 07:01 Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr Kýr drápust í tveimur umferðarslysum á Norðurlandi um helgina, annars vegar í Hörgárdal við Jónasarlund á þjóðveginum og hins vegar í Eyjafjarðarsveit. Ein kú drapst í Hörgárdal en fjórar í Eyjafjarðarsveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins. Innlent 11.9.2023 14:45 Allir íbúar komust út eftir að kviknaði í fjölbýlishúsi Slökkviliðinu á Akureyri barst tilkynning um talsverðan svartan reyk í fjölbýlishúsi í Snægili í morgunsárið. Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem reyndist inni í húsinu og unnið er að reykræstingu. Innlent 11.9.2023 08:31 Menntun má kosta! Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni. Skoðun 11.9.2023 08:01 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 56 ›
„Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt?“ Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nokkur brot gegn fyrrverandi unnustu sinni á heimili hennar á Akureyri í þrjú skipti í janúar á síðasta ári. Innlent 16.10.2023 07:00
„Lífið verður aldrei eins" Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við. Innlent 15.10.2023 10:02
Samfylkingin ætli ekki „að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing“ Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í verkefni vetursins. Kjarapakki þeirra sé skýr. Mikilvægt sé að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu. Á sama tíma eigi Samfylkingin ekki að gleyma sér í góðum niðurstöðum skoðanakannanna. Innlent 14.10.2023 16:44
Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Innlent 13.10.2023 22:22
Að vera nauðgað af kunningja reyndist ekki eina áfallið Karen Eir Valsdóttir varð fyrir hrottalegri nauðgun í september árið 2018. Gerandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Hann afplánaði tuttugu daga á Hólmsheiði áður en hann var fór í opið úrræði á Kvíabryggju. Fyrir dyrum stendur færsla í rafrænt eftirlit. Karen segir erfitt að lýsa reiði sinni að sá sem braut á henni hafi þurft að dvelja tuttugu daga í lokuðu fangelsi. Innlent 7.10.2023 10:10
Kannaði sölukosti og færði sig til Orkusölunnar sem gerði tilboð Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar, sem lét í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Fallorku, kannaði fýsileika sölu á félaginu fyrir hönd bæjarins nokkru áður en hann var ráðinn til Orkusölunnar. Orkusalan, sem er beinn samkeppnisaðili Fallorku, falaðist innan þriggja vikna eftir viðræðum um kaup á Fallorku. Viðskipti innlent 6.10.2023 06:02
Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Innlent 3.10.2023 19:05
Aron Einar og Arnór minnast systur sinnar sem lést langt fyrir aldur fram Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór Gunnarssynir minnast systur sinnar, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur sem féll frá á dögunum aðeins fjörutíu ára að aldri, í hjartnæmum færslum á samfélagsmiðlum. Sport 3.10.2023 14:14
Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Innlent 2.10.2023 21:33
Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Akureyri Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar. Innlent 25.9.2023 15:17
Sameining MA og VMA „ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir áform menntamálaráðherra um sameiningu MA og VMA ekki heillaskref fyrir íslenskt menntakerfi. Ólíkir skólar tryggi meiri fjölbreytileika fyrir nemendur á landsbyggðinni. Hann er mótfallinn sameiningunni. Innlent 22.9.2023 13:01
Bein útsending: Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku? Alzheimersamtökin blása til ráðstefnu í Hofi á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Innlent 21.9.2023 12:16
Drengurinn fundinn á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði í morgun tólf ára drengs á Akureyri, með einhverfu. Drengurinn fannst í hádeginu. Innlent 21.9.2023 11:51
Ákærður fyrir ólöglegan vopnaflutning á Akureyri Lögregla á Norðurlandi eystra hefur ákært 35 ára karlmann fyrir vopnalagabrot með því að hafa flutt skotvopn með ólöglegum hætti og undir áhrifum áfengis. Innlent 21.9.2023 10:34
Ástin mín, Emma Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Skoðun 19.9.2023 08:00
Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Skoðun 17.9.2023 20:31
Erum við virkilega svona fátæk? Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. Skoðun 17.9.2023 14:01
Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Innlent 16.9.2023 13:11
Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. Innlent 15.9.2023 20:13
Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. Innlent 14.9.2023 07:45
Útgerðarfélag Akureyringa rennur inn í dótturfélag Samherja Ákveðið hefur verið að Útgerðarfélag Akureyringa ehf. sameinist Samherja Íslandi ehf., sem fyrir rekur fiskvinnslu á Dalvík og gerir út þrjú ísfiskskip, frystitogara og tvö uppsjávarskip. Móðurfélag þessara tveggja félaga er Samherji hf.. Viðskipti innlent 13.9.2023 16:01
Þorsteinn Már verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, verður heiðursgestur KA á Laugardalsvelli á laugardaginn næstkomandi þegar að liðið mætir Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 13.9.2023 14:29
Límband mikilvægt sönnunargagn í frelsissviptingarmáli á Akureyri Lögreglu er heimilt að taka strokusýni úr munni manns sem er grunaður um líkamsárás, frelsissviptingu og fjárkúgunarbrot á heimili sínu á Akureyri í mars á þessu ári. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis. Innlent 13.9.2023 13:57
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. Innlent 13.9.2023 11:01
Undir skólans menntamerki Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins. Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag. Skoðun 12.9.2023 12:31
Allir nema einn útskrifaðir eftir rútuslysið Allir nema einn af þeim aðilum sem voru fluttir á Landspítala eftir rútuslys við Blönduós síðastliðinn föstudag hafa verið útskrifaðir. Þetta staðfestir Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, en þeir sem voru í rútunni voru starfsmenn bæjarins. Innlent 12.9.2023 11:13
Af vannýttu húsnæði framhaldsskóla Við lestur nýbirtrar skýrslu Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir er margt sem kemur upp í hugann—og fátt gott. Í stað þess að setja á of langt mál langar mig að beina sjónum að einu atriði, nefnilega forsendum skýrsluhöfunda. Skoðun 12.9.2023 07:01
Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr Kýr drápust í tveimur umferðarslysum á Norðurlandi um helgina, annars vegar í Hörgárdal við Jónasarlund á þjóðveginum og hins vegar í Eyjafjarðarsveit. Ein kú drapst í Hörgárdal en fjórar í Eyjafjarðarsveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins. Innlent 11.9.2023 14:45
Allir íbúar komust út eftir að kviknaði í fjölbýlishúsi Slökkviliðinu á Akureyri barst tilkynning um talsverðan svartan reyk í fjölbýlishúsi í Snægili í morgunsárið. Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem reyndist inni í húsinu og unnið er að reykræstingu. Innlent 11.9.2023 08:31
Menntun má kosta! Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni. Skoðun 11.9.2023 08:01