Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi hjá Icelandair segir að tekist hafi að flýta Egilsstaðafluginu um tvo klukkutíma. Allir farþegar hafi komist í þá vél.
„Það er búið að setja upp eitt aukaflug til Akureyrar á morgun,“ segir Guðni. Allt líti út fyrir að allir komist á áfangastaði sína innanlands fyrir jólin. Til skoðunar er að hvort sett verði á aukaflug til Ísafjarðar á morgun.
„Þegar það verða svona aflýsingar ákveður fólk stundum að keyra, koma sér á áfangastað á eigin vegum,“ segir Guðni.
Millilandaflug Icelandair hefur gengið vel. Allar vélar hafa flogið sín flug en vélum á leið til landsins í morgun var seinkað um þrjátíu til fimmtíu mínútur og sömuleiðis vélum á leið frá landi.
Flug Mýflugs frá Reykjavík til Hornarfjarðar var á áætlun klukkan 16:30.