Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ Þetta ritar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í færslu á Facebook. Blaðamaður ræddi við Sigríði Huld Jónsdóttur skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri í kvöld en hún sagði frá því að Sigmundur hafi mætt í húsakynni skólans í dag án þess að fá fyrir því leyfi. Hann hafi sakað nemendur á kosningaviðburði um að láta dónalega og ómálefnalega og kórónað heimsóknina með því að krota á varning annarra flokka. Aðstoðarskólameistari VMA hafi vísað honum og fleirum úr flokknum út vegna þessa. Fréttastofu bárust jafnframt myndir af skemmdarverkunum auk myndar af honum vopnuðum penna að hripa eitthvað niður á blað í húsnæði Verkmenntaskólans. Gengst við að hafa „skreytt“ varning Í færslu sinni hafnar Sigmundur því að nokkur starfsmaður skólans hafi beðið hann um að fara út. Hann vísar til Sigríðar Huldar sem „Samfylkingaraktívistans“ sem hafi látið hafa ýmislegt eftir sér en Sigríður sat eitt sinn í bæjarráði Akureyrar fyrir Samfylkinguna. Sigmundur segist þá hafa verið beðinn um að skreyta kosningavarning sem nemendur hefðu komið með til hans. Þá segist hann hafa fengið góðar viðtökur í VMA. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þetta ritar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í færslu á Facebook. Blaðamaður ræddi við Sigríði Huld Jónsdóttur skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri í kvöld en hún sagði frá því að Sigmundur hafi mætt í húsakynni skólans í dag án þess að fá fyrir því leyfi. Hann hafi sakað nemendur á kosningaviðburði um að láta dónalega og ómálefnalega og kórónað heimsóknina með því að krota á varning annarra flokka. Aðstoðarskólameistari VMA hafi vísað honum og fleirum úr flokknum út vegna þessa. Fréttastofu bárust jafnframt myndir af skemmdarverkunum auk myndar af honum vopnuðum penna að hripa eitthvað niður á blað í húsnæði Verkmenntaskólans. Gengst við að hafa „skreytt“ varning Í færslu sinni hafnar Sigmundur því að nokkur starfsmaður skólans hafi beðið hann um að fara út. Hann vísar til Sigríðar Huldar sem „Samfylkingaraktívistans“ sem hafi látið hafa ýmislegt eftir sér en Sigríður sat eitt sinn í bæjarráði Akureyrar fyrir Samfylkinguna. Sigmundur segist þá hafa verið beðinn um að skreyta kosningavarning sem nemendur hefðu komið með til hans. Þá segist hann hafa fengið góðar viðtökur í VMA. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira