Rangárþing eystra

Fréttamynd

Tryggvi Ingólfs­son er látinn

Tryggvi Ing­ólfs­son, fyrrverandi verktaki á Hvols­velli, er látinn, 71 árs að aldri. Tryggvi stofnaði verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi ehf. með Jóni Óskarssyni árið 1980 og starfaði félagið til ársins 2006.

Innlent
Fréttamynd

Góður gangur í Eystri Rangá

Eystri Rangá hefur oft ekki farið almennilega af stað fyrr en um miðjan júlí en veiðimenn sem eru við bakkann þessa dagana eru að upplifa annað.

Veiði
Fréttamynd

Sóttu kalda og blauta göngu­menn á Fimm­vörðu­háls

Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi fóru gangandi og á snjósleðum að sækja tvo göngumenn í vandræðum á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Mennirnir voru ekki slasaðir en voru orðnir blautir og kaldir og treystu sér ekki til að halda förinni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga

Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum.

Innlent
Fréttamynd

Allt að gerast á Hvolsvelli

Mikill uppbygging á sér nú stað á Hvolsvelli en þar seljast allar lausar lóðir eins og heitar lummur og nýir íbúar flykkjast á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu

Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Þórður í Skógum er 100 ára í dag

Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir

Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.

Innlent
Fréttamynd

Njála dómsgagn í nágrannadeilu

Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum.

Innlent
Fréttamynd

Syngjandi systur á Hvolsvelli

Þrjár systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa ekki setið með hendur í skauti um páskana því þær hafa notið þess að syngja saman. Pabbi og fósturpabbi þeirra spilar undir hjá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Sauðburður er hafinn á Suðurlandi

Sauðburður er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi því nokkur fyrirmáls lömb hafa komið í heiminn. Í Fljótshlíð eru lömb komin á allavega þremur bæjum, sem þykir heldur snemmt.

Innlent
Fréttamynd

Syngjandi leigubílstjóri í Rangárvallasýslu

Leigubílstjóri í Rangárvallasýslu segir rólegt í akstri á tímum Covid, það sé helst um helgar, sem nokkrir túrar komi. Bílstjórinn er duglegur að syngja fyrir farþega sína og hann var að kaupa sinn þrettánda Land Cruiser leigubílinn sinn.

Innlent
Fréttamynd

Sjö herbergjum lokað á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli

Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö.

Innlent
Fréttamynd

Tónlistarskóli Rangæinga slær í gegn á netinu

Mikil ánægja er með framtak Tónlistarskóla Rangæinga, sem streymir níu jólatónleikum nemenda skólans nú í desember. Fiðlusveit skólans, sem átti að fara til Reykjavíkur á morgun og spila á þremur stöðum verður í stað þess í skólahúsnæðinu á Hvolsvelli þar sem allur heimurinn getur fylgst með hópnum spila í gegnum netið.

Innlent
Fréttamynd

Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel

Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli hefur slegið í gegn með bækurnar sínar "Prjónafjör" en hún var að gefa út þriðju bókina. Allar prjónauppskriftirnar hannar Anna í Word og Excel í tölvunni sinni, auk þess að taka myndirnar í bækurnar á símann sinn með fyrirsætum úr fjölskyldunni eða íbúum á Hvolsvelli.

Innlent
Fréttamynd

„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi?

Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin.

Innlent