Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2022 21:04 Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu. íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira
íbúar á Hvolsvelli segjast vera komnir með sinn eigin „Efelturn“ og hann er meira að segja jólaskreyttur. Mastrið er frá Mílu og fékkst leyfi hjá fyrirtækinu að skreyta það en ýmsir aðilar komu að verkinu, ekki síst félagar í björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. „Við héldum að þetta væri óframkvæmanlegt en annað kom í ljós. Það er náttúrulega ungt fólk í sveitinni, sem er ekki lofthrædd og þau klifruðu þarna upp og settu upp allar sínar tryggingar og svo héngu þau eða dingluðu í spottum í fjóra daga á meðan þau voru að skreyta, enda voru þau með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri hjá Dagrenningu. Mastrið sést úr öllum áttum og vekur mikla athygli allra, sem berja það augum, enda einskonar bæjartákn á Hvolsvelli. „Mastrið er 45 metrar og ég held að það hafi farið hundrað tólf metra seríur, eða 1,2 kílómetra af ljósum,“ bætir Þorsteinn við. Mastrið er 45 metra hátt og sést mjög víða með sínar blikkandi jólaseríur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er með jólamastrið. „Já, það á athyglina skilið og sérstaklega björgunarsveitin fyrir að hanga þarna upp í fjóra daga og gera þetta með stuttum fyrirvara. Mér finnst mastrið fallegt en mér finnst blikkandi seríurnar, þær setja punktinn yfir i-ið,“ segir Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa í Rangárþingi eystra. Þorsteinn og Þóra Björg eru mjög ánægð með hvernig til tókst með skreytinguna á mastrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Jól Björgunarsveitir Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira