Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2022 13:06 Mikil stemming er á Hvolsvelli á kjötsúpuhátíðinni 2022 Aðsend Þeir, sem elska íslenska kjötsúpu með miklu kjöti í ættu að drífa sig á Hvolsvöll því þar fer fram Kjötsúpuhátíð alla helgina. Kjötsúpurölt var í þorpinu í gærkvöldi og í dag býður Sláturfélag Suðurlands heimamönnum og gestum þeirra upp á kjötsúpu eins og hver vill. Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli er bæjarhátíð íbúa þar og í sveitunum í kring en hátíðin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár vegna Covid. Nú er öllu tjaldað til, byrjað var á fimmtudaginn og hátíðinni lýkur seinnipartinn á morgun. Árný Lára Karvelsdóttir er markað- og kyningarfulltrúi Rangárþings eystra. „Í gærkvöldi vorum við með hið margrómaða súpurölt þar sem að íbúar og fyrirtæki buðu heim. Það var bara fullt af fólki á ferð um þorpið og gríðarlega góðar súpur, sem hægt var að smakka,“ segir Árný. Súpurölt fór fram í gærkvöldi, sem tókst einstaklega vel.Aðsend Árný Lára segir að dagskráin í dag verði glæsileg og fyrir alla fjölskylduna. „Já, við ætlum að vera með íþróttaálfinn og BMX brós og svo ætlum við vera með vatnbolta, sem er fótbolti með slökkviliðsslöngum eða brunaslöngum. Svo er Suðurlands Jazz hjá okkur og stórtónleikar í kvöld með nokkur vel völdum tónlistarmönnum, þar á meðal honum Stefáni Hilmarssyni. Og svo eru heimakonur, Valborg Ólafs, Sæbjörg Eva og Maríanna Másdóttir, það má eiginlega ekki missa af þessu. Svo erum við með brennu og flugeldasýningu.“ Og núna eftir hádegi ætlar Sláturfélag Suðurlands að bjóða öllum upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. En verður örugglega nóg kjöt í súpunni? „100 prósent, sunnlenskt gæðakjöt,“ segir Árný hlægjandi. Þorpið er mjög vel skreytt í tilefni af hátíðinni.Aðsend Rangárþing eystra Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli er bæjarhátíð íbúa þar og í sveitunum í kring en hátíðin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár vegna Covid. Nú er öllu tjaldað til, byrjað var á fimmtudaginn og hátíðinni lýkur seinnipartinn á morgun. Árný Lára Karvelsdóttir er markað- og kyningarfulltrúi Rangárþings eystra. „Í gærkvöldi vorum við með hið margrómaða súpurölt þar sem að íbúar og fyrirtæki buðu heim. Það var bara fullt af fólki á ferð um þorpið og gríðarlega góðar súpur, sem hægt var að smakka,“ segir Árný. Súpurölt fór fram í gærkvöldi, sem tókst einstaklega vel.Aðsend Árný Lára segir að dagskráin í dag verði glæsileg og fyrir alla fjölskylduna. „Já, við ætlum að vera með íþróttaálfinn og BMX brós og svo ætlum við vera með vatnbolta, sem er fótbolti með slökkviliðsslöngum eða brunaslöngum. Svo er Suðurlands Jazz hjá okkur og stórtónleikar í kvöld með nokkur vel völdum tónlistarmönnum, þar á meðal honum Stefáni Hilmarssyni. Og svo eru heimakonur, Valborg Ólafs, Sæbjörg Eva og Maríanna Másdóttir, það má eiginlega ekki missa af þessu. Svo erum við með brennu og flugeldasýningu.“ Og núna eftir hádegi ætlar Sláturfélag Suðurlands að bjóða öllum upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. En verður örugglega nóg kjöt í súpunni? „100 prósent, sunnlenskt gæðakjöt,“ segir Árný hlægjandi. Þorpið er mjög vel skreytt í tilefni af hátíðinni.Aðsend
Rangárþing eystra Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira