Árborg

Fréttamynd

Störf án stað­setningar: næsta skref

Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Eyja­menn hafa hótað að opna ekki kosninga­mið­stöð ef Páll yrði í heiðurs­sæti

Gunnar Egils­son, bæjar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins í Ár­borg, segir Sjálf­stæðis­menn í Vest­manna­eyjum hafa hótað að opna ekki kosninga­skrif­stofu í Eyjum fyrir komandi þing­kosningar og draga sig úr kosninga­bar­áttu fyrir flokkinn ef Páll Magnús­son, nú­verandi odd­viti flokksins í Suður­kjör­dæmi, yrði í heiðurs­sæti.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Ástin blómstraði í Tryggvaskála

Ástarævintýri, sem enduðu með farsælum hjónaböndum gerðust á böllum í Tryggvaskála á Selfossi. Þá gisti Kristján tíundi konungur Danmerkur í skálanum 1921. Sögusýning um Tryggvaskála, sem fagnaði 130 ára afmæli á síðasta ári hefur nú verið opnuð.

Innlent
Fréttamynd

Bindur miklar vonir við Helga í for­manninum

Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa.

Innlent
Fréttamynd

Viðar hjálpaði Selfossi að fá Gary Martin

Þegar enski markaskorarinn Gary Martin reyndist falur, eftir að ÍBV rifti samningi sínum við hann, voru Selfyssingar fljótir að bregðast við. Dyggir stuðningsmenn stuðluðu að því að Martin er nú leikmaður Selfoss og líklegur til að hjálpa liðinu mikið í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi

Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað.

Innlent
Fréttamynd

Hvar ætlar þú að starfa?

Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tán í sótt­kví vegna smits í Valla­skóla

Tólf nemendur og þrír starfsmenn í Vallaskóla á Selfossi eru nú í sóttkví eftir að nemandi í 4. bekk greindist smitaður af kórónuveirunni. Nemandinn mætti í skólann í gærmorgun, einkennalaus, og sótti tíma með nemendum í tveimur list- og verkgreinahópum í 4. bekk.

Innlent
Fréttamynd

Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir

Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi

Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Eyrbekkingar og Stokkseyringar vilja ljósleiðara

Mikil óánægja er á meðal íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri um þá staðreynd að engin ljósleiðaratenging er komin í þorpin en þar búa um tólf hundruð manns. Fjarskiptafyrirtækin bera því við að arðsemin sé ekki nægilega mikil.

Innlent
Fréttamynd

Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast

Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað prósent jafnrétti hjá dúfum

Jafnrétti vefst ekki fyrir dúfum því þær eru með það allt upp á tíu því pabbinn liggur tólf tíma á sólarhring á eggjunum og mamman hina tólf tímana. Þá sér karlinn líka um að gefa ungunum mjólkina sína eins og kerlingin gerir líka.

Innlent
Fréttamynd

Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi

Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst.

Innlent