Oddvitaáskorunin: Fór heilt maraþon á róðravél Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2022 18:00 Á Kayak með elsta syninum, Bjarna Degi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bragi Bjarnason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Bragi Bjarnason og er 41 árs, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp í Sveitarfélaginu Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil í gegnum D-listann nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi í Bæjarstjórn Árborgar. Á Crossfit móti. Mín helstu áhugamál utan vinnunnar eru útivist og hreyfing og reyni ég eftir fremsta megni að halda því í daglegri rútínu þótt álagið geti stundum verið mikið. Ég er uppalinn í sveitinni á Rangárvöllum en flutti á Selfoss árið 2005. Þegar ég horfi til baka þá tel ég það ótrúleg forréttindi að hafa fengið að alast upp í sveit. Þar fékk maður ómetanlegan grunn frá foreldrum mínum að vinnusemi og heiðarleika sem hefur verið mitt leiðarljósi í gegnum lífið. Leggja mig allan fram í þau verkefni sem ég tek að mér, vinna með fólki og sýna heiðarleika í samskiptum svo það sé hægt að treysta orðum mínum og verkum. Ég leiði D-listann í Árborg sem er skipaður öflugum hópi fólks eftir prófkjör flokksins í mars þar sem 18 frambjóðendur buðu fram krafta sína og yfir 1400 íbúar tóku þátt í að velja. D-listinn í Árborg býður fram sterka liðsheild sem vinnur vel saman. Framtíðarsýn okkar er skýr. Við ætlum að vinna lausnamiðað, finna nýjar leiðir og starfa af heiðarleika að málefnum sveitarfélagsins og tryggja að reksturinn standi undir þeirri þjónustu sem því ber að veita. Þannig getum við byggt upp sterka innviði í fjölskylduvænu samfélagi þar sem íbúar á öllum aldri geta sótt þjónustu og fengið störf við hæfi. Sem foreldri þriggja barna hef ég kynnst því öfluga starfi sem er í leik- og grunnskólum og íþrótta- og frístundastarfinu í Árborg. Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Eitt af helstu áherslumálum D-listans í Árborg er ábyrg fjármálastjórn. Með fyrirsjáanleika í fjármálum getur sveitarfélagið skapað forsendur til lægri gjalda á íbúa og fyrirtæki, veitt góða og fjölbreytta þjónustu í takti við þarfir íbúa sem miða að því að auka farsæld og lífsgæði í Árborg okkar allra, þar sem þú skiptir máli. Klippa: Oddvitaáskorun - Bragi Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem maður er frá sveitabæ hér á Suðurlandi sem heitir Selalækur þá hugsar maður alltaf fyrst þangað. Eftir að ég flutti á Selfoss þá hef ég alltaf heillast mikið af bæjarstæðinu og núna þegar þú keyrir yfir Ölfusárbrú er ásýndin ótrúlega flott. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lítið atriði eins skortur á ruslatunnum við gönguleiðir. Heilt yfir atriði sem við getum lagað og vonandi þá ýtt fleirum í að nota þær í stað þess að henda rusli á jörðina. Fjölskyldan. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Já góð spurning. Ætli það sé ekki áhuginn á málefnum sveitarfélagsins og maður hafi hellt sér út í pólitíkina :) Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var rétt um tvítugt þá var ég að keyra á eftir bíl upp á Hellisheiði og sá svo blá ljós. Brá mikið og hélt hún væri að stoppa mig en voru að stoppa bíllinn fyrir framan mig. Ég stoppaði samt og gerði mér alls ekki grein fyrir nákvæmlega hvaða hraða ég hafði verið á. Endaði með lágmarkssekt enda hafði ég víst verið á um 100 svo ég varð að taka því. Hvað færðu þér á pizzu? Sem allra mest, vil hafa hann vel hlaðna af áleggi. Helst er það skinka, pepperoni, sveppir, beikon, piparostur og döðlur. Hvaða lag peppar þig mest? Kraftmikill taktur sem maður notar oft á æfingum. Gæti t.d. nefnt Martin Garrix - Animals og Enter Sandman með Metallica. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ætli ég næði ekki um 50+ í dag ef á reyndi :) Göngutúr eða skokk? Skokkið, finnst mjög gaman að hlaupa úti og þá helst víðavangshlaup. Uppáhalds brandari? Ég er sennilega mjög skemmtilegur hlustandi þar sem ég gleymi bröndurum mjög fljótt og er ekki fyrstur að segja þá sjálfur nema vel valda pabbabrandara heimafyrir. Dóttirin Hildur Eva í sveitinni með Heklu í baksýn. Hvað er þitt draumafríi? Langar mikið að prófa að fara í siglingu eða skíðaferð með fjölskylduna. Hef væntingar um að það væri draumafrí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin kenndu manni margt jákvætt en þar sem maður hélt að Covid yrði búið í upphafi árs 2021 þá fengi það stimpilinn verra árið af þessum tveimur. Uppáhalds tónlistarmaður? Hef alla tíð haft mikið dálæti á Freddy Mercury. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að hafa dottið það í hug og framkvæmt að fara heilt maraþon á róðravél. Sé mig ekki gera það aftur. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Það væri heiður ef Gísli Örn Garðarsson væri fenginn í verkið. Hefur þú verið í verbúð? Ekki tengt sjómennsku en tók ákveðna útfærslu af verbúð í Borgarnesi í tengslum við járnabindingar. Eftirminnilegur tími með góðum félögum. Áhrifamesta kvikmyndin? Það eru nokkrar íslenskar sem hafa snert mann sérstaklega líkt og kvikmyndin Börn, þótt hún hafi ekki flogið hátt. The Shawshank Redemption er síðan í sérflokki og nær manni alltaf. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei get ekki sagt það enda aldrei náð að festa mig inn í þeim þáttaröðum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ef ég myndi flytja þá væri áhugavert að prófa að búa erlendis í smá tíma. Covid kenndi okkur að meta hversdagsleikann meira og held að þessi sjálfsögðu lífsgæði á Íslandi séu stundum of sjálfsögð í okkar augum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ætli það sé ekki Aerosmith lagið I don´t want to miss a thing. Fannst það alltaf tilfinningaþrungið á magnaðan hátt en hef ekki sagt það upphátt :) Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Bragi Bjarnason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Bragi Bjarnason og er 41 árs, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp í Sveitarfélaginu Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil í gegnum D-listann nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi í Bæjarstjórn Árborgar. Á Crossfit móti. Mín helstu áhugamál utan vinnunnar eru útivist og hreyfing og reyni ég eftir fremsta megni að halda því í daglegri rútínu þótt álagið geti stundum verið mikið. Ég er uppalinn í sveitinni á Rangárvöllum en flutti á Selfoss árið 2005. Þegar ég horfi til baka þá tel ég það ótrúleg forréttindi að hafa fengið að alast upp í sveit. Þar fékk maður ómetanlegan grunn frá foreldrum mínum að vinnusemi og heiðarleika sem hefur verið mitt leiðarljósi í gegnum lífið. Leggja mig allan fram í þau verkefni sem ég tek að mér, vinna með fólki og sýna heiðarleika í samskiptum svo það sé hægt að treysta orðum mínum og verkum. Ég leiði D-listann í Árborg sem er skipaður öflugum hópi fólks eftir prófkjör flokksins í mars þar sem 18 frambjóðendur buðu fram krafta sína og yfir 1400 íbúar tóku þátt í að velja. D-listinn í Árborg býður fram sterka liðsheild sem vinnur vel saman. Framtíðarsýn okkar er skýr. Við ætlum að vinna lausnamiðað, finna nýjar leiðir og starfa af heiðarleika að málefnum sveitarfélagsins og tryggja að reksturinn standi undir þeirri þjónustu sem því ber að veita. Þannig getum við byggt upp sterka innviði í fjölskylduvænu samfélagi þar sem íbúar á öllum aldri geta sótt þjónustu og fengið störf við hæfi. Sem foreldri þriggja barna hef ég kynnst því öfluga starfi sem er í leik- og grunnskólum og íþrótta- og frístundastarfinu í Árborg. Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Eitt af helstu áherslumálum D-listans í Árborg er ábyrg fjármálastjórn. Með fyrirsjáanleika í fjármálum getur sveitarfélagið skapað forsendur til lægri gjalda á íbúa og fyrirtæki, veitt góða og fjölbreytta þjónustu í takti við þarfir íbúa sem miða að því að auka farsæld og lífsgæði í Árborg okkar allra, þar sem þú skiptir máli. Klippa: Oddvitaáskorun - Bragi Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem maður er frá sveitabæ hér á Suðurlandi sem heitir Selalækur þá hugsar maður alltaf fyrst þangað. Eftir að ég flutti á Selfoss þá hef ég alltaf heillast mikið af bæjarstæðinu og núna þegar þú keyrir yfir Ölfusárbrú er ásýndin ótrúlega flott. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lítið atriði eins skortur á ruslatunnum við gönguleiðir. Heilt yfir atriði sem við getum lagað og vonandi þá ýtt fleirum í að nota þær í stað þess að henda rusli á jörðina. Fjölskyldan. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Já góð spurning. Ætli það sé ekki áhuginn á málefnum sveitarfélagsins og maður hafi hellt sér út í pólitíkina :) Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var rétt um tvítugt þá var ég að keyra á eftir bíl upp á Hellisheiði og sá svo blá ljós. Brá mikið og hélt hún væri að stoppa mig en voru að stoppa bíllinn fyrir framan mig. Ég stoppaði samt og gerði mér alls ekki grein fyrir nákvæmlega hvaða hraða ég hafði verið á. Endaði með lágmarkssekt enda hafði ég víst verið á um 100 svo ég varð að taka því. Hvað færðu þér á pizzu? Sem allra mest, vil hafa hann vel hlaðna af áleggi. Helst er það skinka, pepperoni, sveppir, beikon, piparostur og döðlur. Hvaða lag peppar þig mest? Kraftmikill taktur sem maður notar oft á æfingum. Gæti t.d. nefnt Martin Garrix - Animals og Enter Sandman með Metallica. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ætli ég næði ekki um 50+ í dag ef á reyndi :) Göngutúr eða skokk? Skokkið, finnst mjög gaman að hlaupa úti og þá helst víðavangshlaup. Uppáhalds brandari? Ég er sennilega mjög skemmtilegur hlustandi þar sem ég gleymi bröndurum mjög fljótt og er ekki fyrstur að segja þá sjálfur nema vel valda pabbabrandara heimafyrir. Dóttirin Hildur Eva í sveitinni með Heklu í baksýn. Hvað er þitt draumafríi? Langar mikið að prófa að fara í siglingu eða skíðaferð með fjölskylduna. Hef væntingar um að það væri draumafrí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði árin kenndu manni margt jákvætt en þar sem maður hélt að Covid yrði búið í upphafi árs 2021 þá fengi það stimpilinn verra árið af þessum tveimur. Uppáhalds tónlistarmaður? Hef alla tíð haft mikið dálæti á Freddy Mercury. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að hafa dottið það í hug og framkvæmt að fara heilt maraþon á róðravél. Sé mig ekki gera það aftur. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Það væri heiður ef Gísli Örn Garðarsson væri fenginn í verkið. Hefur þú verið í verbúð? Ekki tengt sjómennsku en tók ákveðna útfærslu af verbúð í Borgarnesi í tengslum við járnabindingar. Eftirminnilegur tími með góðum félögum. Áhrifamesta kvikmyndin? Það eru nokkrar íslenskar sem hafa snert mann sérstaklega líkt og kvikmyndin Börn, þótt hún hafi ekki flogið hátt. The Shawshank Redemption er síðan í sérflokki og nær manni alltaf. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei get ekki sagt það enda aldrei náð að festa mig inn í þeim þáttaröðum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ef ég myndi flytja þá væri áhugavert að prófa að búa erlendis í smá tíma. Covid kenndi okkur að meta hversdagsleikann meira og held að þessi sjálfsögðu lífsgæði á Íslandi séu stundum of sjálfsögð í okkar augum. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ætli það sé ekki Aerosmith lagið I don´t want to miss a thing. Fannst það alltaf tilfinningaþrungið á magnaðan hátt en hef ekki sagt það upphátt :)
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira