Reykjavík Rúntað um borgina í leit að holum Fjöldi bíla hefur orðið fyrir tjóni eftir að hafa verið ekið ofan í holur á vegum. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir sitt fólk bæði leita að holum til þess að fylla upp í og sinna tilkynningum sem telja tugi. Innlent 13.1.2025 12:49 „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.1.2025 11:59 Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Innlent 13.1.2025 11:06 Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar og aðstoðarbeiðnir í gær og nótt vegna bifreiða sem höfðu tjónast eftir að hafa verið ekið ofan í holur. Innlent 13.1.2025 06:15 Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýr leigutaki er tekinn við Kolaportinu og stefnir að því að gera langtímaleigusamning við borgina, svo halda megi starfseminni áfram. Kaupmenn þar fagna því að hafa ekki þurft að fara út um áramótin. Innlent 12.1.2025 23:33 Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. Innlent 12.1.2025 21:00 Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn. Innlent 12.1.2025 20:00 „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Þúsund manna bíða eftir því að komast að í golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins og getur biðin tekið nokkur ár í sumum þeirra. Forseti Golfsambands Íslands segir biðlistana hrikalega og kallar eftir auknum stuðningi og skilningi frá sveitarfélögum. Innlent 12.1.2025 10:39 Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið. Innlent 12.1.2025 09:03 Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Innlent 12.1.2025 08:19 „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka. Innlent 11.1.2025 21:09 Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. Innlent 11.1.2025 13:40 Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Í froststillu síðustu vikna hefur Reykjavíkurborg og umhverfi hennar skartað sínu allra fegursta. Margbreytileg litasamsetning miðsvetrarbirtunnar dregur mörg út undir bert loft til að njóta súrefnis, hreyfingar og næra sálina í skammdeginu. Skoðun 11.1.2025 11:32 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Innlent 10.1.2025 19:09 Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Innlent 10.1.2025 18:12 Óvæntur glaðningur í veggjunum Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. Lífið 10.1.2025 14:20 Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. Neytendur 10.1.2025 13:37 Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. Innlent 10.1.2025 13:00 Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi. Innlent 10.1.2025 12:49 Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. Innlent 10.1.2025 10:06 Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum. Innlent 9.1.2025 21:58 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. Innlent 9.1.2025 20:47 Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. Innlent 9.1.2025 17:55 Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. Innlent 9.1.2025 15:44 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina. Lífið 9.1.2025 15:32 Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Heimsókn hóf aftur göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var þá Sindri Sindrason mættur á Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur. Lífið 9.1.2025 14:30 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. Innlent 9.1.2025 11:45 Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. Innlent 9.1.2025 06:17 Titringur á Alþingi Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Innlent 8.1.2025 21:38 Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. Innlent 8.1.2025 19:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Rúntað um borgina í leit að holum Fjöldi bíla hefur orðið fyrir tjóni eftir að hafa verið ekið ofan í holur á vegum. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir sitt fólk bæði leita að holum til þess að fylla upp í og sinna tilkynningum sem telja tugi. Innlent 13.1.2025 12:49
„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 13.1.2025 11:59
Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Innlent 13.1.2025 11:06
Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar og aðstoðarbeiðnir í gær og nótt vegna bifreiða sem höfðu tjónast eftir að hafa verið ekið ofan í holur. Innlent 13.1.2025 06:15
Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýr leigutaki er tekinn við Kolaportinu og stefnir að því að gera langtímaleigusamning við borgina, svo halda megi starfseminni áfram. Kaupmenn þar fagna því að hafa ekki þurft að fara út um áramótin. Innlent 12.1.2025 23:33
Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. Innlent 12.1.2025 21:00
Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn. Innlent 12.1.2025 20:00
„Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Þúsund manna bíða eftir því að komast að í golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins og getur biðin tekið nokkur ár í sumum þeirra. Forseti Golfsambands Íslands segir biðlistana hrikalega og kallar eftir auknum stuðningi og skilningi frá sveitarfélögum. Innlent 12.1.2025 10:39
Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið. Innlent 12.1.2025 09:03
Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Innlent 12.1.2025 08:19
„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka. Innlent 11.1.2025 21:09
Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. Innlent 11.1.2025 13:40
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Í froststillu síðustu vikna hefur Reykjavíkurborg og umhverfi hennar skartað sínu allra fegursta. Margbreytileg litasamsetning miðsvetrarbirtunnar dregur mörg út undir bert loft til að njóta súrefnis, hreyfingar og næra sálina í skammdeginu. Skoðun 11.1.2025 11:32
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Innlent 10.1.2025 19:09
Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Innlent 10.1.2025 18:12
Óvæntur glaðningur í veggjunum Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. Lífið 10.1.2025 14:20
Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. Neytendur 10.1.2025 13:37
Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. Innlent 10.1.2025 13:00
Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi. Innlent 10.1.2025 12:49
Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. Innlent 10.1.2025 10:06
Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum. Innlent 9.1.2025 21:58
Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. Innlent 9.1.2025 20:47
Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. Innlent 9.1.2025 17:55
Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. Innlent 9.1.2025 15:44
Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina. Lífið 9.1.2025 15:32
Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Heimsókn hóf aftur göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var þá Sindri Sindrason mættur á Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur. Lífið 9.1.2025 14:30
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. Innlent 9.1.2025 11:45
Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. Innlent 9.1.2025 06:17
Titringur á Alþingi Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Innlent 8.1.2025 21:38
Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. Innlent 8.1.2025 19:42