Reykjavík

Fréttamynd

Fjórir handteknir í nótt vegna líkamsárása

Mikið var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Sextíu og tvö mál voru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær þar til klukkan fimm í morgun. Alls gistu átta í fangageymslum lögreglu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

„Við hefðum átt að vanda okkur betur“

Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Braut glas á höfði manns

Tilkynnt var um líkamsárás á veitingastað rétt fyrir miðnætti niðri í bæ. Kona braut þá glas á höfði manns og var lögregla kölluð til. Konan var komin á annað veitingahús þegar lögregla mætti á staðinn en þar var hún handtekin. Hún var með sár á fingrum og því fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld.

Lífið
Fréttamynd

Lof­orð um leik­skóla­mál – skal þá dæst og stunið?

Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndi að flýja lögreglu á hlaupum

Ökumaður bifreiðar sem lögreglumenn hugðust stöðva gaf í og reyndi að komast undan. Lögreglumenn hlupu hann uppi eftir að hann yfirgaf bifreiðina og reyndi að komast undan á tveimur jafnfljótum.

Innlent
Fréttamynd

Beitir sér fyrir stofnun Fé­lags strætó­far­þega: „Mikil­vægt að valdið komi neðan frá“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hyggst beita sér fyrir stofnun Félags strætófarþega og vill vera milliliður notenda Strætó og stjórnkerfisins. Hann segir alveg ljóst að bestu tillögur til úrbóta myndu koma frá farþegunum sjálfum. Flokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarstjórn um að farþegar og vagnstjórar fái fulltrúa í stjórn Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Nýtti tækifærið og stökk út um glugga

Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum.

Innlent
Fréttamynd

Endur­­bætur ýmist sagðar nauð­syn­legar eða skemmdar­­verk

Stefnt er að því að hefja fram­kvæmd­ir við inni­laug Sund­hall­ar Reykja­vík­ur um ára­mótin. Til stendur að endurgera sundlaugarbakkann og laugarkerið sem er komið til ára sinna ásamt því að gera sérstaka dýfingalaug fyrir stökkbrettin. Sérfræðingar segja framkvæmdir nauðsynlegar en fastagestur telur breytinguna skemmdarverk.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni nef­braut ung­menni í Kópa­vogi

Klukkan rúmlega fimm í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás í Kópavogi. Árásarþoli var fluttur nefbrotinn á bráðadeild til aðhlynningar en bæði hann og gerandinn eru fæddir árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Borgin fjar­lægði og týndi heimiliskettinum

Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita.

Innlent
Fréttamynd

Strætis­vagn ók á gangandi veg­faranda

Ökumaður strætisvagns ók á gangandi vegfaranda á Sæbraut í Reykjavík fyrr í dag. Að sögn slökkviliðs hlaut vegfarandinn tvo skurði á höfði og var fluttur á slysadeild. Hann hafi að öðru leyti borið sig vel.

Innlent
Fréttamynd

Þrír hand­teknir fyrir ógnandi fram­komu og hótanir

Þrír menn voru handteknir af lögreglu í nótt á þremur ólíkum stöðum og vistaðir í fangageymslu fyrir ógnandi framkomu og hótanir. Fyrst var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði sem var mjög æstur og hafði verið að ógna fólki. Lögregla handtók hann og setti í fangaklefa sökum ástands.

Innlent
Fréttamynd

Ó­geðs­legt en líka „low key æðis­legt“ að flaka fisk

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um landið í dag. Í Reykjavík var líf og fjör á Grandanum þar sem hátíðargestir fengu meðal annars heldur óhefðbundna kennslu í hvernig flaka á fisk frá Æði strákunum. Ekki það æðislegasta sem þeir hafa gert en þó ekki það ógeðslegasta. 

Lífið
Fréttamynd

Umferðin gengur hægt en gengur þó

Umferðin frá hátíðarsvæðinu á Granda hefur gengið hægt í dag. Hún hefur gengið hægast yst á tanganum á meðan bílastæði innar hafa verið að tæmast.

Innlent
Fréttamynd

Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla

Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dómur stað­festur í Bræðra­borgar­stígs­málinu

Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum síðan þar sem þrír létust. Dómurinn felur í sér að hann muni sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Innlent