Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 15:06 Sólveig kom að stúlkunni liggjandi í blóði sínu miðsvæðis í Reykjavík. Móðurskipið/Vísir/Vilhelm Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. „Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust. Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
„Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust.
Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira