Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 17:23 Birgitta Jeanne Sigurðardóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson segist finna fyrir miklum stuðningi þar sem að Alexöndruróló hefur verið samþykktur. Vísir/Vilhelm Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. „Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“ Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“
Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira