Strax var farið í að leita að mönnunum og rannsókn málsins stóð enn yfir klukkan fimm í morgun.
Tvær tilkynningar bárust í nótt um grunsamlegar mannaferðir í miðbænum. Í öðru tilvikinu var talað um að viðkomandi væru að þvælast við bifreiðar. Lögregla kannaði málið, segir í yfirliti yfir verkefni næturinnar.
Lögregla hafði einnig afskipti af ölvuðum manni sem var með vandræði við hótel en þeim samskiptum lauk þannig að maðurinn gekk sína leið.
Einn var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og þá barst ein tilkynning um „aðfinnsluvert“ aksturslag á Reykjanesbraut.