

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári.
Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans.
Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega.
Prófessor í stjórnmálafræði við HA segir skiljanlegt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum líti svo á að hann hafi verið rekinn í ljósi viðtekinnar venju. Lögreglustjórinn lét sjálfur af embætti á miðnætti eftir að dómsmálaráðherra sagði honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embættið.
Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið.
„Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.
Það var fagnaðarstund í Grindavík á laugardag þegar meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta heimaleik í háa herrans tíð innan bæjarmarka.
Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu.
Lið í Lengjudeild karla í fótbolta treysta Almannavörnum fyrir öryggi til fótboltaiðkunar í Grindavík en fyrsti leikur liðsins í bænum fer fram á morgun. Vísir stóð að könnun á meðal liðanna í Lengjudeild karla þar sem athugun var gerð á viðhorfi til þess að spila í Grindavík.
Bandaríski körfuboltamaðurinn með ungverska vegabréfið ætlar að spila áfram með Grindvíkingum í Bónus deildinni í körfubolta.
Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár.
Landris hefur haldið áfram í Svartsengi en hraði þess fer þó hægt minnkandi. Miðað við hraða kvikusöfnunar síðustu vikur fara líkur á nýju eldgosi að aukast þegar líða fer á haustið.
Fyrirliði Grindvíkinga átti mjög erfitt eftir tapleikinn á móti Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta.
Stjarnan og Grindavík mætast í oddaleik í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli í leik fjögur segist Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sjaldan á Íslandi hafa þurft að glíma við lið með eins mikil einstaklingsgæði og lið Grindavíkur.
Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga.
Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt.
Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld.
Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.
Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar.
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum.
Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir að þróunin hafi verið að tíminn milli gosa hafi verið að lengjast, og það sé möguleiki á að það verði ekki fleiri gos á árinu.
Landris í Svartsengi heldur áfram, en töluvert hefur dregið úr hraða þess og er nú svipað og fyrir eldgosið sem hófst 1. apríl síðastliðinn.
Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands.
Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag.
Stjarnan og Grindavík mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta í ár og það má slá því auðveldlega upp að Stjörnumenn séu með rosalega gott tak á Grindvíkingum.
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið hvatt fólk til að sýna sérstaka varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi vegna jarðhræringa síðustu missera. Nýjar sprungur hafa myndast í Valahnúk við Reykjanestá og þá hefur jörð sigið og holur myndast í nágrenni Brúarinnar milli heimsálfa.
Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik.