
Kópavogur

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá.

Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi
Kópavogsbær var sýknaður af kröfu stuðningsfulltrúa í grunnskóla um skaðabótaskyldu vegna ofbeldis sem hann varð fyrir af hálfu nemanda í 4. bekk. Stuðningsfulltrúinn sagði að starfsgeta sín hefði verið skert eftir uppákomuna.

Beitti barefli í líkamsárás
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.

Fangageymslur fullar eftir nóttina
Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.

„Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum.

Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir
Erlendir ferðamenn voru gripnir við þjófnað í matvöruverslun eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um að stöðva þvottahússhluta ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið má því áfram starfa um sinn án þess að hafa sótt um starfsleyfi.

Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga
Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda.

Hestar á vappi um Kórana
Sjö lausir hestar sáust á vappinu um Vallakór í Kópavogi síðdegis í dag. Íbúi í hverfinu kom að þeim þar sem þeir bitu gras á umferðareyju og spásseruðu um bæinn.

Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar
Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður
Í dag er liðið eitt ár frá því að tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar.

Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi
Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa fest kaup á glæsilegu tvíbýli við Lækjarhjalla í Kópavogi. Hjónin greiddu 137,9 milljónir fyrir húsið.

Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans.

Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld
Lokað verður fyrir rennsli kalda vatnsins í Kópavogi klukkan 22 í kvöld vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki. Áætlað er að lokað verði fyrir vatnið til klukkan fjögur í nótt.

Henda minna og flokka betur
Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023.

Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús
„Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum.

Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka
Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að.

Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar
Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn.

Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi
Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi.

Rannsókn lögreglu enn á frumstigi
Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum.

Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu.

Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar
Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag.

Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu
Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi.

Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði
Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) segir að reynt verði að hlífa trjágróðri eftir fremsta megni þegar nýjar golfbrautir verða mótaðar í skógræktarsvæði í Smalaholti. Klúbburinn fær svæðið í stað lands sem Garðabær tekur undir nýja íbúðabyggð.

Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu
Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm.

Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum.

Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg
Eldur kom upp í húsnæði Fylgifiska við Nýbýlaveg í Kópavogi í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn, sem var minni háttar.

Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind
Bæta á tveimur bíósölum við Smárabíó og uppfæra skemmtisvæði bíósins. Á sama tíma er unnið að endurnýjun og fjölgun veitingastaða í austurenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir því að þrettán nýir veitingastaðir bætist við þar. Nýir bíósalir opna í haust. Í Smárabíó eru fyrir fimm bíósalir sem rúma um þúsund manns samanlagt.

Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign
Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir.