Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 17. október 2025 07:31 Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Mannaaflaþörf og gjaldskrárbreytingar Bæjarstjóri Kópavogs hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin misseri í tilraunum sínum til að verja Kópavogsmódelið og þá stefnu sem hennar stjórn hefur sett í leikskólamálum bæjarins. Sé horft á þetta allt út frá rekstrarlegum forsendum er Kópavogsmódelið ekkert nema frábærar fréttir. Minni þörf fyrir mannafla þýðir að það gangi betur að manna - enda eru færri stöður sem þarf að manna. Það segir sig sjálft að þegar markvisst er farið í það að draga úr þjónustuþörfinni, þarf færri stöðugildi til að mæta þeirri eftirspurn sem er. Þrátt fyrir metnað bæjarins í því að stytta dvalartíma barna, svo foreldra greiði einungis fyrir það sem þeir raunverulega nota, er staðreyndin sú að enn þá eru um 72% leikskólabarna í Kópavogi skráð í dagvistun sem nemur lengur en 30 klukkustundum á viku (sex tímar á dag). Því nær Kópavogsmódelið aðeins til um 28% barna. Þessar tölur komu þó stjórnendum í Kópavogi á óvart, en samkvæmt erindi sem stílað var á bæjarráð Kópavogsbæjar í apríl 2025 kom fram að skráning barna í sex tíma dvöl á dag eða skemur ,,hafi farið langt umfram þær væntingar sem lagt var upp með”. Í sama erindi er tekið fram að önnur sveitarfélög hafi ekki náð sambærilegum árangri í styttingu dvalartíma ,,vegna þess að ekki hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” samhliða. Það má því draga þá ályktun að stjórnendur Kópavogsbæjar hafi verið vel meðvitaðir um að mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Kópavogi kæmi til með að greiða mun hærri gjöld fyrir leikskóla og tæki þannig á sig allar þær gjaldskrárhækkanir sem Kópavogsmódelið bar með sér og gerir enn - en hluti módelinu felur í sér að gjaldskrá leikskóla er hækkuð ársfjórðungslega. „Bætt“ þjónusta og gölluð foreldrakönnun Engri deild hefur verið lokað í einn dag, samkvæmt fréttatilkynningum - en þar gleymist að nefna að leikskólastjórnendum var einfaldlega bannað að loka deildum þegar Kópavogsmódelið var tekið upp. Því er oft á tíðum mjög léleg og erfið mönnun á leikskólum bæjarins þegar mikil veikindi ganga meðal starfsfólks og bannað að biðla til foreldra um að létta undir - til að tryggja að forsendur módelsins haldi. Bæjarstjóri hefur einnig rætt að það sé ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að halda uppi leikskólaþjónustu og að kostnaðarþátttaka foreldra sé mjög lítil - þó svo að gjöldin séu há. Í stóra samhenginu virðist þó gleymast að foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru stór hluti útsvarsgreiðanda bæjarins og greiða því fyrir allt kerfið - með einum eða öðrum hætti. Dagvistun ungra barna er forsenda þess að foreldrar geti stundað atvinnu og þar með greitt téð útsvar. Sú foreldrakönnun sem bæjarstjóri vísar í, á sama tíma og hún hafnar þeirri rannsókn sem gerð var af óháðum þriðja aðila, var gerð annars vegar um miðjan desember, rétt fyrir jól, og hins vegar í júní, við upphafi sumarleyfa. Eingöngu annað foreldrið (ef tvö voru skráð) fékk tölvupóstinn með könnunni og svarhlutfallið, sem var almennt lágt, bar með sér skakka dreifingu milli kynja, heimilisaðstæðna og tekjuhópa. Svör við þeim spurningum sem sneru að dvalartíma barna stóðust ekki samanburð við rauntölur frá bænum og mesta furða að könnunin hafi verið metin marktæk. Dvalartími og sveigjanleiki Að lokum má ræða það að meðalvistunartími barna í Kópavogi hefur lækkað stöðugt frá því að Kópavogsmódelið var tekið upp. Skráningartími er orðin mun nær raunverulegum nýtingartíma - sem þýðir það - að ,,nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” hafa virkað vel á foreldra. Þeir greiða nú eingöngu fyrir þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa atvinnu sinnar vegna - og allur sveigjanleiki er þar með horfinn. Enda var það markmið meirihluta bæjarstjórnar, eins og bæjarstjóri hefur ítrekað í fjölmiðlum, ,,að minnka álag og togstreitu í leikskólum bæjarins” - en Kópavogsmódelið hefur lítið annað gert en að velta því álagi yfir á heimilin og foreldrana. Höfundur er meðstjórnandi Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Kópavogur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í Kópavogsbæ búa ríflega 5.300 barnafjölskyldur enda næst fjölmennasta sveitarfélag landsins - sem taldi 40.040 íbúa þann 1. janúar 2025. Þar af eru um 2.500 börn á leikskólaaldri sem skiptast mismunandi niður á þennan fjölda fjölskyldna - sem fá að greiða hæstu leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu. Mannaaflaþörf og gjaldskrárbreytingar Bæjarstjóri Kópavogs hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarin misseri í tilraunum sínum til að verja Kópavogsmódelið og þá stefnu sem hennar stjórn hefur sett í leikskólamálum bæjarins. Sé horft á þetta allt út frá rekstrarlegum forsendum er Kópavogsmódelið ekkert nema frábærar fréttir. Minni þörf fyrir mannafla þýðir að það gangi betur að manna - enda eru færri stöður sem þarf að manna. Það segir sig sjálft að þegar markvisst er farið í það að draga úr þjónustuþörfinni, þarf færri stöðugildi til að mæta þeirri eftirspurn sem er. Þrátt fyrir metnað bæjarins í því að stytta dvalartíma barna, svo foreldra greiði einungis fyrir það sem þeir raunverulega nota, er staðreyndin sú að enn þá eru um 72% leikskólabarna í Kópavogi skráð í dagvistun sem nemur lengur en 30 klukkustundum á viku (sex tímar á dag). Því nær Kópavogsmódelið aðeins til um 28% barna. Þessar tölur komu þó stjórnendum í Kópavogi á óvart, en samkvæmt erindi sem stílað var á bæjarráð Kópavogsbæjar í apríl 2025 kom fram að skráning barna í sex tíma dvöl á dag eða skemur ,,hafi farið langt umfram þær væntingar sem lagt var upp með”. Í sama erindi er tekið fram að önnur sveitarfélög hafi ekki náð sambærilegum árangri í styttingu dvalartíma ,,vegna þess að ekki hafi verið gerðar nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” samhliða. Það má því draga þá ályktun að stjórnendur Kópavogsbæjar hafi verið vel meðvitaðir um að mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Kópavogi kæmi til með að greiða mun hærri gjöld fyrir leikskóla og tæki þannig á sig allar þær gjaldskrárhækkanir sem Kópavogsmódelið bar með sér og gerir enn - en hluti módelinu felur í sér að gjaldskrá leikskóla er hækkuð ársfjórðungslega. „Bætt“ þjónusta og gölluð foreldrakönnun Engri deild hefur verið lokað í einn dag, samkvæmt fréttatilkynningum - en þar gleymist að nefna að leikskólastjórnendum var einfaldlega bannað að loka deildum þegar Kópavogsmódelið var tekið upp. Því er oft á tíðum mjög léleg og erfið mönnun á leikskólum bæjarins þegar mikil veikindi ganga meðal starfsfólks og bannað að biðla til foreldra um að létta undir - til að tryggja að forsendur módelsins haldi. Bæjarstjóri hefur einnig rætt að það sé ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að halda uppi leikskólaþjónustu og að kostnaðarþátttaka foreldra sé mjög lítil - þó svo að gjöldin séu há. Í stóra samhenginu virðist þó gleymast að foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru stór hluti útsvarsgreiðanda bæjarins og greiða því fyrir allt kerfið - með einum eða öðrum hætti. Dagvistun ungra barna er forsenda þess að foreldrar geti stundað atvinnu og þar með greitt téð útsvar. Sú foreldrakönnun sem bæjarstjóri vísar í, á sama tíma og hún hafnar þeirri rannsókn sem gerð var af óháðum þriðja aðila, var gerð annars vegar um miðjan desember, rétt fyrir jól, og hins vegar í júní, við upphafi sumarleyfa. Eingöngu annað foreldrið (ef tvö voru skráð) fékk tölvupóstinn með könnunni og svarhlutfallið, sem var almennt lágt, bar með sér skakka dreifingu milli kynja, heimilisaðstæðna og tekjuhópa. Svör við þeim spurningum sem sneru að dvalartíma barna stóðust ekki samanburð við rauntölur frá bænum og mesta furða að könnunin hafi verið metin marktæk. Dvalartími og sveigjanleiki Að lokum má ræða það að meðalvistunartími barna í Kópavogi hefur lækkað stöðugt frá því að Kópavogsmódelið var tekið upp. Skráningartími er orðin mun nær raunverulegum nýtingartíma - sem þýðir það - að ,,nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá” hafa virkað vel á foreldra. Þeir greiða nú eingöngu fyrir þann tíma sem þeir nauðsynlega þurfa atvinnu sinnar vegna - og allur sveigjanleiki er þar með horfinn. Enda var það markmið meirihluta bæjarstjórnar, eins og bæjarstjóri hefur ítrekað í fjölmiðlum, ,,að minnka álag og togstreitu í leikskólum bæjarins” - en Kópavogsmódelið hefur lítið annað gert en að velta því álagi yfir á heimilin og foreldrana. Höfundur er meðstjórnandi Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar