Innlent

Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengist við hitt og þetta í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengist við hitt og þetta í dag. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni.

Þetta er meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengist við frá því klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis að því er fram kemur í dagbókarfærslu lögreglunnar.

Tilkynnt var einnig um umferðarslys í miðborginni í dag en enginn mun hafa slasast alvarlega. Þá sinnti lögreglan einnig nokkrum útköllum vegna innbrota og nytjastulds, bæði í Reykjavík og í Kópavogi. Ráða má af tilkynningu lögreglu að brotist hafi verið inn í bíl og honum stolið í Kópavogi, en sá er tilkynnti um stuldinn gat staðsett bifreiðina með hjálp staðsetningarbúnaðar og fannst bíllinn því fljótlega. Einn var handtekinn í umræddri bifreið og fluttur á lögreglustöð í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×