Kópavogur

Fréttamynd

Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti

Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Óvænt árás mávs á rottu á Kársnesi náðist á myndband í dag. Mávurinn steypti sér úr loftinu á miklum hraða og greip rottuna í gogginum. Rottan féll skömmu síðar aftur til jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Fjór­falda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna að­eins“

Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar

Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027.

Innlent
Fréttamynd

Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð.

Innlent
Fréttamynd

Braut glas á höfði manns

Tilkynnt var um líkamsárás á veitingastað rétt fyrir miðnætti niðri í bæ. Kona braut þá glas á höfði manns og var lögregla kölluð til. Konan var komin á annað veitingahús þegar lögregla mætti á staðinn en þar var hún handtekin. Hún var með sár á fingrum og því fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld.

Lífið
Fréttamynd

Segir leitun að við­líka ráðningar­samningi

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi.

Innlent
Fréttamynd

Ung­menni nef­braut ung­menni í Kópa­vogi

Klukkan rúmlega fimm í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás í Kópavogi. Árásarþoli var fluttur nefbrotinn á bráðadeild til aðhlynningar en bæði hann og gerandinn eru fæddir árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu að borga og réðust á starfsfólk veitingastaðar

Lögreglu barst tilkynning um tvo einstaklinga sem voru að ráðast á starfsfólk veitingastaðar í Kópavogi en fólkið neitaði að borga fyrir veitingarnar. Fólkið var flúið á brott í bíl sínum þegar lögreglu bar að garði, sem lögregla fann svo stuttu síðar yfirgefinn.

Innlent
Fréttamynd

Maður með hamar réðst á konu í Kópa­vogi

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út upp úr miðnætti þegar tilkynnt var um að maður með hamar í hönd var sagður hafa ráðist að konu og kastað hamrinum í bíl hennar í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

„Fjandinn laus þessa nóttina“

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. 

Innlent
Fréttamynd

Ás­dís verður bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn.

Innlent
Fréttamynd

Sögu Pizza Hut í Smáralind lokið

Veitingastað Pizza Hut í Smáralind var lokað þann 15. maí og hefur keðjan til skoðunar að hefja rekstur á nýjum stað. Leigusamningur Pizza Hut endaði í mánuðinum og tóku stjórnendur ákvörðun um að framlengja hann ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­bílar skemmdir eftir eftir­för

Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 

Innlent