Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2023 03:39 Isabella og Michal ásamt kettinum sem er í eigu systur Isabellu, og er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá Michal. Vísir Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11
Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08
Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23
Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32