Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2023 21:00 Margrét í ræðustólnum þar sem hún fór m.a. yfir glæruna á skjánum þar sem sést hvað bændum hefur fækkað mikið á síðustu 10 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira