Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2023 21:00 Margrét í ræðustólnum þar sem hún fór m.a. yfir glæruna á skjánum þar sem sést hvað bændum hefur fækkað mikið á síðustu 10 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira