
Liechtenstein

Á undan Íslandi í keppni með stóru strákunum þó að engin deild sé í landinu
Tvær þjóðir, Liechtenstein og Kósovó, eignuðust í gær fulltrúa í riðlakeppni einnar af Evrópukeppnunum þremur í fótbolta karla í fyrsta sinn. Samt er engin deildakeppni fyrir lið í Liechtenstein.

Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu
Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts.

Liechtensteinprinsessa látin
Stjórnvöld í Liechtenstein hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsörg vegna fráfalls Maríu, prinsessu af Liechtenstein og eiginkonu Hans-Adam II, sem lést á laugardag, 81 árs að aldri.

Breskir tónlistarmenn ærast ekki af fögnuði yfir auknu aðgengi að Íslandi
Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“
Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu.

Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn
Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn.

Strákarnir hans Helga þeir fyrstu sem ná ekki að vinna San Marinó í sex ár
San Marinó náði í sitt fyrsta stig í sex ár þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Þjóðadeildinni í gær.

Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður EFTA og Bretlands hafinn
Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins.

Katrín ræddi loftslagsmál, Brexit og FATF við leiðtoga EFTA-ríkjanna
Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi.

Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður
Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.

Ísland og hin EFTA-ríkin semja við Mercosur
Fríverslunarsamtök Evrópu, sem Ísland er aðili að ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein, hefur náð samningi við Mercosurríkin Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ um fríverslun milli ríkjanna.

Réttindi íslenskra ríkisborgara tryggð eftir Brexit
Samningaviðræðum er lokið á milli EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland um áframhaldandi búseturéttindi borgara ef útgöngusamningur Bretlands og Evrópusambandsins verður ekki samþykktur

Segir almenning hafa orðið af milljarði evra
Eva Joly segir í viðtali við vefmiðilinn Dina Pengar að verja hefði átt þessu fé í þágu almennings.

Baudenbacher hættir í mars
Forseti EFTA-dómstólsins mun láta af störfum þann 31. mars næstkomandi.

Íslendingur hyggst gera Malmö að alþjóðlegustu borg heims
Finnur Sverrisson fer fyrir verkefni sem miðar að því að fá ríkisborgara frá öllum ríkjum heims til að búa í Malmö.

Ný skattaskjólsgögn bárust til Danmerkur
Danski skattamálaráðherrann sakar skattinn um vanrækslu með því að afla ekki upplýsinga vegna leka.

Ferðuðust til nítján landa á einum sólarhring og settu heimset
Þrír Norðmenn settu sér þau skilyrði að stoppa í hverju landi og stíga þar niður fæti auk þess að taka myndir og myndbönd í öllum nítján löndunum sem þeir heimsóttu