Á undan Íslandi í keppni með stóru strákunum þó að engin deild sé í landinu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 07:32 Dario Ulrich fagnar marki sínu gegn Rapid Vín sem reyndist duga til að koma Vaduz í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. EPA/GIAN EHRENZELLER Tvær þjóðir, Liechtenstein og Kósovó, eignuðust í gær fulltrúa í riðlakeppni einnar af Evrópukeppnunum þremur í fótbolta karla í fyrsta sinn. Samt er engin deildakeppni fyrir lið í Liechtenstein. Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti