
Suður-Afríka

Brutust inn í höfuðstöðvarnar en létu heimsbikarinn vera
Innbrotsþjófar létu greipar sópa í höfuðstöðvum suður-afríska rugby sambandsins í vikunni.

Að minnsta kosti 64 látnir eftir eldsvoða í Jóhannesarborg
Að minnsta kosti 64 eru látnir og 43 særðir eftir að eldur braust út í marghæða byggingu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Yfirvöld segja líklegt að fleiri séu látnir.

Fjarvera Xi vekur athygli og spurningar
Það hefur vakið nokkra athygli að Xi Jinping, forseti Kína, var fjarri góðu gamni þegar hann átti að flytja ræðu á fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í Suður-Afríku í gær. Forsetinn var hvergi sjáanlegur en ræða hans flutt af viðskiptaráðherranum Wang Wentao.

„Sugar Man“ er fallinn frá
Hinn dularfulli bandaríski tónlistarmaður, Sixto Diaz Rodriguez, einnig þekktur sem Sugar Man, er látinn, 81 árs að aldri.

Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu.

Þrettán ára stelpa spilaði fyrir HM-landslið Suður Afríku eftir skróp leikmanna
Suður Afríka er á leiðinni á HM kvenna í fótbolta en það er sannkallað ófremdarástand í gangi milli leikmanna liðsins og knattspyrnusambandsins.

Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu.

Slapp úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn
Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn.

Pistoriusi neitað um reynslulausn
Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína.

Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna
Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt.

Ljóst hvað dró Charlbi Dean til dauða
Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean, sem birtist meðal annars í stórmyndinni Triangle of Sadness lést skyndilega í ágúst, 32 ára að aldri. Krufning hefur nú leitt í ljós hvað það var sem dró leikkonuna til dauða.

Forseti Suður-Afríku í bobba vegna spillingarásakana
Kallað var eftir afsögn Cyrils Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi mögulega framið lögbrot í tengslum við fyrirtæki í eigu hans. Forsetinn hafnar ásökununum.

Oscar Pistorius vill fá reynslulausn
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ætlar að reyna að fá að komast úr fangelsi á reynslulausn. Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana árið 2013 en hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir morðið.

Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean er látin
Suðurafríska leikkonan og fyrirsætan Charlbi Dean, sem fór meðal annars með hlutverk í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness og sjónvarpsþáttaröðinni Black Lightning, er látin. Dean varð 32 ára.

Sjö ákærðir fyrir nauðgun í kjölfar hópárásar í námu í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku hafa ákært sjö manns fyrir 32 nauðganir eftir hópárás í yfirgefinni námu í nágrenni Jóhannesarborgar.

Meira en áttatíu menn sakaðir um að hópnauðga átta konum
Meira en áttatíu menn ásakaðir um að hópnauðga átta konum komu fyrir dómara í Krugersdorp í Suður-Afríku í gær. Mennirnir réðust á tökulið sem var að taka upp tónlistarmyndband í yfirgefinni námu í Krugersdorp, nauðguðu konum hópsins og rændu fólkið öllum verðmætum.

Suður-Afríka þriðja liðið sem verður Afríkumeistari
Suður-Afríka varð í gær Afríkumeistari í fótbolta kvenna eftir 2-1 sigur liðsins gegn Marokkó í úrslitaleik mótsins sem fram fór í Rabat.

Faðir Elon Musk eignaðist annað barn með stjúpdóttur sinni
Errol Musk, faðir Elon Musk, greindi frá því í vikunni að hann hefði eignast annað barn með Jönu Bezuidenhout, stjúpdóttur sinni. Stjúpfeðginin eignuðust soninn Elliot Rush árið 2017 og nú kom í ljós að þau eignuðust annað barn í leyni árið 2019.

Fimmtán látin eftir skotárás á krá
Fimmtán eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir að hópur manna skaut á kráargesti í Soweto í Suður-Afríku.

Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku
Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka.

Yngsta fórnarlambið þrettán ára
Yngsta fórnarlambið í hópi þeirra sem fundust látin á veitingastað í Austur-London í Suður-Afríku um helgina var þrettán ára. Alls fannst 21 maður látinn á Enyobeni Tavern aðfaranótt sunnudagsins, en hin látnu lágu ýmist á borðum eða á gólfi staðarins.

Tuttugu og tveir fundust látnir en lítið er vitað um orsök
Tuttugu og tveir einstaklingar á aldrinum 18 til 20 ára fundust látnir á vinsælli krá í borginni Austur London í Suður-Afríku.

Félag dæmt í lífstíðarbann fyrir að skora 41 sjálfsmark í einum og sama leiknum
Alls hafa fjögur knattspyrnufélög í 4. deildinni í Suður-Afríku verið dæmd í lífstíðarbann frá íþróttinni eftir að upp komst um svindl er tvö þeirra reyndu að sigra deildina og komast þar með upp í 3. deild. Í einum leiknum var 41 sjálfsmark skorað.

Ákærður fyrir hryðjuverk grunaður um að hafa kveikt í þinghúsinu
Suðurafrískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk en hann er grunaður um að hafa kveikt í þinghúsinu í Höfðaborg fyrir rúmri viku síðan. Ráðamenn hafa lýst íkveikjunni sem aðför að lýðræði landsins.

Miklar skemmdir á þinghúsinu í Höfðaborg
Eldur kviknaði í suðurafríska þinghúsinu í morgun og breiddist hratt út. Þak hússins er fallið saman og miklar skemmdir urðu á elstu hlutum byggingarinnar.

Þinghús Suður-Afríku brennur
Mikill eldur brennur nú í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Tugir slökkviliðsmanna eru við störf við að slökkva eldinn og mikill, svartur reykur stígur upp frá húsinu.

Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum
Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku.

Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg
Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins.

Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn
Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn.

Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf
Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar.