Ásakanir Suður-Afríku gegn Ísrael teknar fyrir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 07:33 Efnt var til stuðningsfundar fyrir Palestínu fyrir utan Hæstarétt Suður-Afríku í morgun. AP/Nardus Engelbrecht Alþjóðadómstóllinn mun í dag taka fyrir umleitan Suður-Afríku um að dómstólinn grípi til aðgerða vegna meints þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum á Gasa. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira