Mýs éta lifandi fugla á afskekktri eyju Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 09:47 Mús sést hér éta hausinn á lifandi albatross á Marioneyju. Mýsnar voru fluttar til eyjunnar af sjómönnum fyrir um tvö hundruð árum og hafa fjölgað sér gífurlega mikið síðan þá. AP/Stefan og Janine Schoombie Frá því mýs voru fyrst fluttar til Marioneyju, sem liggur mitt milli Suður-Afríku og Suðurskautsins, hafa þær fjölgað sér gífurlega. Breytt veðurfar og hlýindi hafa aukið á fjölgun músa og er ástandið á eyjunni orðið verulega slæmt. Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af. Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af.
Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira