Skóla- og menntamál Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. Innlent 13.9.2023 11:01 Nám fyrir alla: Jafnræði í menntun Úr 17. grein lögum um grunnskóla: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis”. Mér er reglulega hugsað til þessarar greinar þegar ég hugsa um nemendur sem eru með fatlanir sem ekki sjást utan á þeim, og baráttu sem á sér stað í þessu kassalaga kerfi okkar. Skoðun 13.9.2023 09:31 Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. Atvinnulíf 13.9.2023 07:05 Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. Innlent 12.9.2023 22:10 Látnir vita af manni „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrar barna í Kársnesskóla í Kópavogi fengu um hádegisleytið í dag tölvupóst vegna einstaklings sem er sagður vera á ferð og eigi ekki að umgangast börn. Skólinn fékk ábendingar um þennan einstakling í dag, en hefur þó ekki orðið hans var. Innlent 12.9.2023 13:41 Undir skólans menntamerki Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins. Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag. Skoðun 12.9.2023 12:31 Kynfræðsla- hvað felst í henni? Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Skoðun 12.9.2023 11:01 Af vannýttu húsnæði framhaldsskóla Við lestur nýbirtrar skýrslu Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir er margt sem kemur upp í hugann—og fátt gott. Í stað þess að setja á of langt mál langar mig að beina sjónum að einu atriði, nefnilega forsendum skýrsluhöfunda. Skoðun 12.9.2023 07:01 658 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík 658 börn 12 mánaða og eldri voru á biðlista eftir leikskólaplássi í leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg þann 1. september síðastliðinn. Þá eru 67 börn til viðbótar að bíða eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskóla. Innlent 11.9.2023 16:35 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. Innlent 11.9.2023 16:00 Menntun má kosta! Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni. Skoðun 11.9.2023 08:01 Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Innlent 10.9.2023 20:16 Kennarinn í Lágafellsskóla kominn í leyfi Kennari í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ er kominn í leyfi eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um tiltekna nemendur fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir helgi. Innlent 10.9.2023 20:01 Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Skoðun 10.9.2023 08:00 Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Innlent 9.9.2023 19:14 Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. Innlent 9.9.2023 10:29 „Óásættanlegir og óviðeigandi“ minnispunktar kennara fóru í dreifingu Myndir af minnispunktum í dagbók kennara í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Punktarnir innihéldu meðal annars persónuupplýsingar um háttalag tiltekinna nemenda. Skólayfirvöld í Mosfellsbæ líta atvikið mjög alvarlegum augum. Innlent 8.9.2023 22:24 Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. Innlent 8.9.2023 18:35 Örlög skólans menntamerkis Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Skoðun 8.9.2023 14:00 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. Innlent 8.9.2023 13:01 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Skoðun 8.9.2023 11:30 Forna dáð er fremd að rækja Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Skoðun 8.9.2023 10:30 Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8.9.2023 10:16 Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Innlent 8.9.2023 09:30 Illa ígrunduð áform Ásmundar Tillaga Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri er vanhugsuð aðför að mennta- og samfélagsmálum á landsbyggðinni. Einsleitara skólaumhverfi er engum til hagsbóta, sækjum frekar fram og fögnum fjölbreytileikanum. Skoðun 8.9.2023 07:00 Flutningur færanlegrar skólabyggingar setti allt í uppnám í Hlíðunum Flutningur færanlegrar skólabyggingar olli töluverðu uppnámi í Hlíðunum í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Fjarlægja þurfti umferðarskilti í Lönguhlíð fyrir flutningana vegna stærðar skólabyggingarinnar en tveir bílar keyrðu, með skömmu millibili, upp á stálstubba sem eftir urðu af skiltunum. Innlent 8.9.2023 00:00 Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Innlent 7.9.2023 22:10 „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. Innlent 7.9.2023 21:22 „Efling“ framhaldsskóla Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. Skoðun 7.9.2023 17:00 Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Skoðun 7.9.2023 13:30 « ‹ 30 31 32 33 34 35 36 37 38 … 141 ›
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. Innlent 13.9.2023 11:01
Nám fyrir alla: Jafnræði í menntun Úr 17. grein lögum um grunnskóla: „Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis”. Mér er reglulega hugsað til þessarar greinar þegar ég hugsa um nemendur sem eru með fatlanir sem ekki sjást utan á þeim, og baráttu sem á sér stað í þessu kassalaga kerfi okkar. Skoðun 13.9.2023 09:31
Z kynslóðin byrjuð að breyta öllu: Sleppa háskólanámi og eru meðvituð um úreldingu starfa Z kynslóðin er kynslóðin sem sögð er vera sú sem mun breyta öllu. Þetta er unga fólki sem er fætt á tímabilinu 1995-2012, þekkir ekkert annað en internetið og samfélagsmiðla og sér til dæmis ekki fyrir sér hvernig háskólanám í dag á að nýtast þeim á vinnumarkaði næstu áratugi. Atvinnulíf 13.9.2023 07:05
Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. Innlent 12.9.2023 22:10
Látnir vita af manni „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrar barna í Kársnesskóla í Kópavogi fengu um hádegisleytið í dag tölvupóst vegna einstaklings sem er sagður vera á ferð og eigi ekki að umgangast börn. Skólinn fékk ábendingar um þennan einstakling í dag, en hefur þó ekki orðið hans var. Innlent 12.9.2023 13:41
Undir skólans menntamerki Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins. Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag. Skoðun 12.9.2023 12:31
Kynfræðsla- hvað felst í henni? Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Skoðun 12.9.2023 11:01
Af vannýttu húsnæði framhaldsskóla Við lestur nýbirtrar skýrslu Mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri verði sameinaðir er margt sem kemur upp í hugann—og fátt gott. Í stað þess að setja á of langt mál langar mig að beina sjónum að einu atriði, nefnilega forsendum skýrsluhöfunda. Skoðun 12.9.2023 07:01
658 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík 658 börn 12 mánaða og eldri voru á biðlista eftir leikskólaplássi í leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg þann 1. september síðastliðinn. Þá eru 67 börn til viðbótar að bíða eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskóla. Innlent 11.9.2023 16:35
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. Innlent 11.9.2023 16:00
Menntun má kosta! Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni. Skoðun 11.9.2023 08:01
Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Innlent 10.9.2023 20:16
Kennarinn í Lágafellsskóla kominn í leyfi Kennari í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ er kominn í leyfi eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um tiltekna nemendur fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir helgi. Innlent 10.9.2023 20:01
Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Skoðun 10.9.2023 08:00
Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Innlent 9.9.2023 19:14
Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. Innlent 9.9.2023 10:29
„Óásættanlegir og óviðeigandi“ minnispunktar kennara fóru í dreifingu Myndir af minnispunktum í dagbók kennara í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Punktarnir innihéldu meðal annars persónuupplýsingar um háttalag tiltekinna nemenda. Skólayfirvöld í Mosfellsbæ líta atvikið mjög alvarlegum augum. Innlent 8.9.2023 22:24
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. Innlent 8.9.2023 18:35
Örlög skólans menntamerkis Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Skoðun 8.9.2023 14:00
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. Innlent 8.9.2023 13:01
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Skoðun 8.9.2023 11:30
Forna dáð er fremd að rækja Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Skoðun 8.9.2023 10:30
Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8.9.2023 10:16
Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Innlent 8.9.2023 09:30
Illa ígrunduð áform Ásmundar Tillaga Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri er vanhugsuð aðför að mennta- og samfélagsmálum á landsbyggðinni. Einsleitara skólaumhverfi er engum til hagsbóta, sækjum frekar fram og fögnum fjölbreytileikanum. Skoðun 8.9.2023 07:00
Flutningur færanlegrar skólabyggingar setti allt í uppnám í Hlíðunum Flutningur færanlegrar skólabyggingar olli töluverðu uppnámi í Hlíðunum í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Fjarlægja þurfti umferðarskilti í Lönguhlíð fyrir flutningana vegna stærðar skólabyggingarinnar en tveir bílar keyrðu, með skömmu millibili, upp á stálstubba sem eftir urðu af skiltunum. Innlent 8.9.2023 00:00
Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Innlent 7.9.2023 22:10
„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. Innlent 7.9.2023 21:22
„Efling“ framhaldsskóla Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. Skoðun 7.9.2023 17:00
Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Skoðun 7.9.2023 13:30