Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Einar Sveinbjörnsson skrifar 10. september 2023 08:00 Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla.
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun