Viðskipti innlent

Slippurinn allur að sumri loknu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Slippurinn er í Magna húsinu, elsta steinsteypta húsi Vestmannaeyja.
Slippurinn er í Magna húsinu, elsta steinsteypta húsi Vestmannaeyja. Já.is

Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun loka eftir næsta sumar. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum staðarins

„Slippurinn er að loka. Við fjölskyldan opnuðum Slippinn árið 2012 án þess að vita hvert það ævintýri myndi leiða okkur. Það sem við erum einna stoltust af er að grunngildin hafa haldist nánast þau sömu frá degi eitt. Það er að horfa til náttúrunnar í kringum okkur, þora að vera öðruvísi, skapa upplifanir með sjálfbærni að leiðarljósi, en á sama tíma verið staður fyrir alla,“ segir yfirmatreiðslumeistari staðarins, Gísli Matthías Auðunsson, eða Gísli Matt í myndbandi á Instagram.

„Við erum óendanlega þakklát öllum Vestmannaeyingum og öllum þeim sem hafa komið til okkar. Án ykkar stuðnings í gegnum árin hefði þetta aldrei verið hægt.“

Slippurinn er fjölskyldustaður, en ásamt Gísla hafa foreldrar hans Katrín Gísladóttir og Auðunn Stefnisson komið að rekstrinum, sem og systir hans, Indíana Auðunsdóttir, sem er framkvæmdastjóri.

Staðurinn er til húsa í Magna-húsinu, sem er elsta steinsteypta húsið í eyjum.

Á heimasíðu staðarins segir að matargerðin sé bæði mjög staðbundin og árstíðarbundin. Matseðillinn breytist reglulega í takt við það hvaða hráefni séu í boði að hverju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×