Innlent

658 börn á bið­lista eftir leik­­skóla­­plássi í Reykja­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Borgin segir 2021 árganginn mun stærri en 2017 árganginn, þann sem er kominn í 1. bekk.
Borgin segir 2021 árganginn mun stærri en 2017 árganginn, þann sem er kominn í 1. bekk. Vísir/Vilhelm

658 börn 12 mánaða og eldri voru á bið­lista eftir leik­skóla­plássi í leik­skóla sem reknir eru af Reykja­víkur­borg þann 1. septem­ber síðast­liðinn. Þá eru 67 börn til við­bótar að bíða eftir flutningi úr sjálf­stætt starfandi leik­skóla.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá borginni. Þar segir að á­ætlað sé að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. septem­ber séu ekki með dag­vistun. Þar er að stórum hluta um að ræða eldri börn sem ný­komin eru á bið­lista eftir leik­skóla í Reykja­vík.

Þar segir enn­fremur að að­lögun í bæði borgar­rekna og sjálf­stætt starfandi leik­skóla sé í fullum gangi. Börnin byrji í að­lögun eftir skipu­lagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem ný­ráðið starfs­fólk hefur störf.

2021 ár­gangurinn stór

Meðal þeirra barna sem eru á bið­listanum eru um 120 börn sem eiga eftir að fá út­hlutað plássi hjá sjálfs­stætt starfandi leik­skóla í borginni. Börn sem eru að fara að hefja vistun í sjálf­stætt starfandi leik­skólum en eru á bið­lista eftir borgar­reknum leik­skólum detta ekki út af bið­listanum fyrr en vistun hefst, að því er segir í til­kynningu borgarinnar.

Þá séu í dag 375 í vist hjá dag­for­eldrum, og flest þeirra eru á bið­lista eftir leik­skóla­plássi. Alltaf sé á­kveðin keðju­verkun í vistunar­málum barna á leik­skóla­aldri en þegar pláss bjóðist í borgar­reknum leik­skóla losni gjarnan pláss á móti hjá sjálfs­stætt starfandi skólum og hjá dag­for­eldrum sem bjóðist þá öðrum börnum.

Mikil hreyfing sé auk þess á listum þegar fjöl­skyldur flytji á milli bæjar­fé­laga. Bætast muni við pláss hjá borgar­reknum jafnt sem sjálf­stætt starfandi skólum þegar við­gerðum og endur­bótum á hús­næði lýkur og þegar nýtt skóla­hús­næði er opnað.

Segir í til­kynningunni að vert sé að hafa í huga að 2021 ár­gangurinn sé sér­lega stór ár­gangur, einungis 2009 ár­gangurinn sé stærri. Þá sé 2017 ár­gangurinn sem hóf skóla­göngu í 1. bekk í haust minnsti ár­gangurinn í grunn­skólum. Stærðar­munur þeirra sem voru að fara í skóla og þeirra sem séu að koma inn sé tæp­lega 300 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×