Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 13:51 Pútín hefur beðið forseta Asebaísjan afsökunar á því að asersk flugvél skyldi brotlenda í rússnesku loftrými. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Vladímír Pútín hefur beðið Ilham Aliyev, forseta Azerbaísjan, afsökunar á „hörmulegu atviki“ sem varðar brotlendingu aserskrar farþegaflugvélar í Kasakstan. Pútín hefur þó ekki viðurkennt sekt Rússa í málinu. Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri Aktau í Kasakstan á jóladagsmorgun. Talið er að 67 manns hafi verið um borð, þar af létu 38 þeirra lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en hafði beygt af leið yfir Kaspíahafið vegna þoku. Flugsérfræðingar bentu strax á rússneskar loftvarnir og í aserskum miðlum var því haldið fram að rússneskt flugskeyti hefði hæft flugvélina. Bæði bandarísk yfirvöld og úkraínsk héldu því einnig fram að Rússar bæru ábyrgð á slysinu. Nú hefur Pútín loksins tjáð sig um málið í opinberri yfirlýsingu og beðist afsökunar án þess þó að taka fulla ábyrgð á atvikinu. Haft er eftir að Pútín að þegar flugvélin reyndi að lenda í bænum Grozny hafi rússneskar loftvarnir varist árásum úkraínskra dróna. „Á þessum tíma sættu Grozny, Mozdok og Vladikavkaz árás úkraínskra stríðsdróna og rússneskar loftvarnir bældu niður þær árásir,“ segir í yfirlýsingunni sem skrifuð er upp úr samtali Pútín við Aliyev. Hann segist harma að atvikið hafi átt sér stað í loftrými Rússa. Rússland Kasakstan Aserbaídsjan Fréttir af flugi Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Farþegaflugvélin var á vegum Azerbaijan Airlines og brotlenti í útjaðri Aktau í Kasakstan á jóladagsmorgun. Talið er að 67 manns hafi verið um borð, þar af létu 38 þeirra lífið en 29 lifðu slysið af. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en hafði beygt af leið yfir Kaspíahafið vegna þoku. Flugsérfræðingar bentu strax á rússneskar loftvarnir og í aserskum miðlum var því haldið fram að rússneskt flugskeyti hefði hæft flugvélina. Bæði bandarísk yfirvöld og úkraínsk héldu því einnig fram að Rússar bæru ábyrgð á slysinu. Nú hefur Pútín loksins tjáð sig um málið í opinberri yfirlýsingu og beðist afsökunar án þess þó að taka fulla ábyrgð á atvikinu. Haft er eftir að Pútín að þegar flugvélin reyndi að lenda í bænum Grozny hafi rússneskar loftvarnir varist árásum úkraínskra dróna. „Á þessum tíma sættu Grozny, Mozdok og Vladikavkaz árás úkraínskra stríðsdróna og rússneskar loftvarnir bældu niður þær árásir,“ segir í yfirlýsingunni sem skrifuð er upp úr samtali Pútín við Aliyev. Hann segist harma að atvikið hafi átt sér stað í loftrými Rússa.
Rússland Kasakstan Aserbaídsjan Fréttir af flugi Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira