Kynfræðsla- hvað felst í henni? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 12. september 2023 11:01 Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun