Kjaramál

Verkföll hafin í sex skólum
Verkfall kennara í fimm framhaldsskólum er skollið á. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Kennaraverkföll skella á
Verkföll eru skollin á í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla en fleiri vofa yfir takist kennurum, sveitarfélögum og ríkinu ekki að ná saman. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföllin fyrirhuguðu eru.

Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf
Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman.

Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara.

Kennarar samþykkja innanhússtillögu
Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara.

Uppsagnarákvæði stendur í fólki
Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins.

Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs
„Það hefur borið við, og það kemur engum á óvart, undanfarin ár í verkalýðshreyfingunni allri, og við þekkjum það mætavel við Halla eftir að hafa starfað í sama húsinu um tíma, hjá verkalýðshreyfingunni, að það hafa verið fylkingar innan hennar.“

Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun
Fundi allra samninganefnda aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hjá ríkissáttasemjara var frestað á áttunda tímanum til klukkan ellefu í fyrramálið.

ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks
Alþýðusamband Íslands fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks. Það krefst þess að ræstingafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum í samræmi við gerðakjarasamninga.

„Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna
Formaður Eflingar sakar framkvæmdastjóra Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, um að segja ósatt um að brot fyrirtækisins iClean á ræstingafólki hafi ekki legið fyrir þegar Umbra endurnýjaði samning við fyrirtækið. Ágætt væri ef framkvæmdastjórinn myndi skammast sín og biðjast afsökunar.

Boðar samninganefndir kennara á fund í dag
Allar samninganefndir aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Það staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.

Hugleiðingar um virðismat kennara
Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta.

Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Mikið er rætt í íslensku samfélagi um réttindi kvenna “inngildingu” fólks af erlendum uppruna. Meðferð ræstingafyrirtækisins Ræstitækni ehf. á trúnaðarmanninum Andreinu Edwards Quero sýnir hins vegar hversu langt er í land þegar kemur að stöðu innflytjendakvenna í láglaunastörfum á íslenskum vinnumarkaði.

Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins
Ríkissáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í morgun. Samningafundur framhaldsskólakennara og ríkis fór fram í gær og er annar fundur ekki á dagskrá eins og að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara.

Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR
Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn.

Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins
Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirkjameistari og fyrrverandi varaformaður RSÍ, býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambands Íslands.

„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“
Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn.

Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga.

Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi.

Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl
Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar.

Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur.

Sér samninginn endurtekið í hyllingum
Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar.

Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið
Í umræðunni um efnahagsmál er oft lögð áhersla á verðstöðugleika sem mikilvægasta markmiðið. Verðstöðugleiki, þ.e. að halda verðbólgu í skefjum, er vissulega mikilvægur fyrir heilbrigðan efnahag. En er hann mikilvægari en velferð þjóðarinnar?

„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“
Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman.

Ég stend með kennurum
Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar
Framhaldsskólakennarar og ríkið hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Rætt verður um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar. Þá er fundur með samninganefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarkennurum á dagskrá eftir hádegi.

Kennarar funda með sáttasemjara á morgun
Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist.

Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að hver og einn framhaldsskóli sé vinnuveitandi kennara í skilningi laga um kjaradeilur. Því hafi nýlegur dómur Félagsdóms í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands engin áhrif á fyrirhuguð verkföll framhaldsskólakennara.

Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara
Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara.

Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun
Samninganefndir ríkisins og framhaldsskólakennara funda á morgun hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefnd sveitarfélaga og grunn- og leikskóla frá því að slitnaði upp úr viðræðum í gær.