Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 30. júní 2025 11:01 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög ASÍ Steinunn Bragadóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun