Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar 27. júní 2025 06:01 Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun