Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 16:02 Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Kjaramál Fæðingarorlof Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun