Kjaramál

Fréttamynd

Teygist á fundi hjá sáttasemjara

Fundur fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúm Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 stendur enn yfir.

Innlent
Fréttamynd

Störukeppni er til lítils

Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum

Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið.

Innlent
Fréttamynd

VR uppfyllir eigin kröfur

VR mun hækka mánaðarlaun starfsmanna sinna um sömu krónutölu, 42 þúsund krónur, og félagið krefst í kjaraviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Munu ekki afsala sér réttinum til verkfalls

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir.

Innlent
Fréttamynd

Býst við því versta en vonar það besta

Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta.

Innlent
Fréttamynd

Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku

Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

SA býður afturvirkni með skilmálum

Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir algeran jöfnuð óæskilegan

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær og kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkisráð kom saman á Bessastöðum

Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Laun verði að duga fyrir framfærslu

Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. Formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðiðíþeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu.

Innlent