Grái herinn grætur sinn besta mann Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 11:47 Fjölmargir syrgja Björgvin Guðmundsson sem á ótvírætt má heita öflugasti baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra nú á seinni árum. Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“ Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“
Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40