Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:40 Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið. Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið.
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent