Ekkert samkomulag í sjónmáli í deilu öryrkja og ríkisins Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:59 Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason. Félagsmál Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason.
Félagsmál Kjaramál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira