Ekkert samkomulag í sjónmáli í deilu öryrkja og ríkisins Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:59 Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason. Félagsmál Kjaramál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason.
Félagsmál Kjaramál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira