Kjaramál

Fréttamynd

Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli

Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn kemur SA á óvart

Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Lágmarkslaun um 70 prósentum hærri

Ef leiðrétt er fyrir verðlagi eru lágmarkslaun á Íslandi um 70 prósentum hærri en í Póllandi. Þaðan koma flestir innflytjendur. Miklar hækkanir á lágmarkslaunum geta leitt til gengisveikingar eða atvinnuleysis að sögn hagfræðings. Hagkerfið þoli ekki mikið hærra raungengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yrði að segja Birnu upp til að lækka bankastjóralaunin háu

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, verða ekki lækkuð einhliða án þess að segja upp ráðningarsamningi hennar. Fjármálaráðherra hefur kallað eftir endurskoðun launa ríkisbankastjóranna. Stjórn bankans nýbúin að verja launahækkanir. Ólíklegt að vilji sé fyrir kjaraskerðingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum

Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna.

Innlent
Fréttamynd

Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann

Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“.

Innlent
Fréttamynd

Nýr lúxusjeppi hækkaði hlunnindi

Bifreiðahlunnindi forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlaunakostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn styður verkföll

Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur.

Innlent
Fréttamynd

Tjá sig ekki um bréf ráðherrans

Stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophusson, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig um harðort bréf Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Markmið aðgerðanna er að ná samningum

Formaður VR segir meginmarkmið aðgerðaáætlunar um frekari verkföll að þrýsta á um samninga. Atkvæðagreiðsla hefst í næstu viku. Formaður Eflingar segir það eina af stóru lygunum í samfélaginu að enginn vilji fara í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Hræðast áhrif yfirvofandi verkfallsaðgerða

Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni.

Innlent