Ranglega sakaðar um verkfallsbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 10:10 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vihelm Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23
Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00