Ranglega sakaðar um verkfallsbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 10:10 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vihelm Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef BÍ. Í verkfallsaðgerðum síðasta föstudag, sem hófust klukkan 10, hófu blaðamenn Morgunblaðsins, sem alla jafna skrifa ekki á vef blaðsins, að birta fréttir á vefnum. Nokkrar fréttir voru þá birtar í nafni blaðakvennanna þriggja. Það var gert án samþykkis og vitundar þeirra. Í yfirlýsingu BÍ eru blaðakonurnar beðnar afsökunar á því að hafa ranglega verið dregnar inn í málið og sagt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, verði krafið skýringa á því hver beri ábyrgð á birtingu frétta í nafni blaðakvennanna, að þeim forspurðum, meðan á vinnustöðvun stóð. „Árvakur hélt uppteknum hætti í vinnustöðvun Blaðamannafélagsins í gær og ríflega 40 fréttir birtust meðan á verkfallinu stóð milli klukkan 10 og 18. Árvakur er eina fyrirtækið sem brýtur gegn vinnustöðvuninni, en framkvæmd hennar var til fyrirmyndar á Sýn, RÚV og Fréttablaðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að frekari gagna verði aflað um brot Árvakurs og þeim bætt við þau gögn sem fyrir átti að leggja fram í Félagsdómi, í máli BÍ gegn félaginu. Málið verður þingfest á þriðjudag. Á föstudaginn lögðu vefblaðamenn og ljósmyndarar á Vísi, Fréttablaðinu og vefhluta Morgunblaðsins, auk tökumanna Ríkisútvarpinu, niður störf í átta klukkustundir. Viku áður hafði sami hópur lagt niður störf í fjórar klukkustundir. Er þetta liður í verkfallsaðgerðum Blaðamannafélagsins, sem nú á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meðan á verkfallsaðgerðum stóð birtist þó fjöldi frétta á vef mbl. Starfsmenn vefsins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þess, sem lesa má hér.Allir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23 Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn og fréttastjórar mbl.is ítreka vonbrigði sín Á meðan vinnustöðvuninni stóð birtust fréttir á mbl.is sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum. 15. nóvember 2019 18:23
Styðja verkföll kollega sinna Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 15. nóvember 2019 06:28
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00