Blaðamenn fara í verkfall á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 21:34 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira