Blaðamenn fara í verkfall á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 21:34 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira