Styðja verkföll kollega sinna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:28 Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/vilhelm Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41