„Það er afskaplega langt í land“ Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2019 20:41 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. visir/vilhelm Samningar hafa enn ekki náðst í kjaraviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. „Þeir lögðu fram tilboð og við lögðum fram gagntilboð en því miður sáum við ekki til lands þannig að fundi var slitið rétt fyrir klukkan sjö og við hittumst aftur á þriðjudaginn kemur,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn. Að sögn Hjálmars vildi samninganefnd Blaðamannafélagsins sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Við vildum sitja yfir þessu í kvöld og í nótt í ljósi þess að það er verkfall á morgun en það var ekki vilji til þess hinum megin, þeir töldu ekki ástæðu til þess og við verðum auðvitað bara að hlíta því.“ Hjálmar segir enn vera langt í land milli aðila sem sé honum óskiljanlegt þar sem kröfur Blaðamannafélagsins séu mjög hóflegar. „Við erum ekki að fara út fyrir neinn lífskjarasamning í okkar kröfugerð. Það liggur fyrir í þeim samningum sem við höfum þegar gert við smærri aðila hversu hóflegar þessar hækkanir eru og það er ekki að brjóta eitt eða neitt. Ég skil ekki að menn leggi dæmið upp með þeim hætti,“ segir Hjálmar, sem er ekki bjartsýnn eftir fund dagsins. „Það er afskaplega langt í land, því miður.“Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag.Vísir/einarÖmurlegt en nauðsynlegt að stefna verkfallsbrjótum Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu vinnustöðvun sem var sú fyrsta í röð fyrirhugaðra verkfalla. Málið verður þingfest í Félagsdómi á þriðjudag og segir Hjálmar það ekki ánægjulegt að grípa til slíkra úrræða. „Það er náttúrulega ömurlegt að þurfa að stefna verkfallsbrjótum fyrir Félagsdóm en það var ekkert annað að gera, það er bara þannig. Við getum ekki liðið það að menn brjóti löglega boðaða vinnustöðvun og það verður bara að fylgja því til enda, jafn ömurlegt og það er,“ segir Hjálmar.Sjá einnig: Deila áfram um lífskjarasamninginnHin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Fyrir Hjálmari var háttsemi starfsmanna Morgunblaðsins skýrt dæmi um verkfallsbrot. Það hafi því ekkert annað komið til greina en að vísa málinu til Félagsdóms. „Lögin eru alveg skýr að þessu leyti að mínu viti.“Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Samningar hafa enn ekki náðst í kjaraviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. „Þeir lögðu fram tilboð og við lögðum fram gagntilboð en því miður sáum við ekki til lands þannig að fundi var slitið rétt fyrir klukkan sjö og við hittumst aftur á þriðjudaginn kemur,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn. Að sögn Hjálmars vildi samninganefnd Blaðamannafélagsins sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Við vildum sitja yfir þessu í kvöld og í nótt í ljósi þess að það er verkfall á morgun en það var ekki vilji til þess hinum megin, þeir töldu ekki ástæðu til þess og við verðum auðvitað bara að hlíta því.“ Hjálmar segir enn vera langt í land milli aðila sem sé honum óskiljanlegt þar sem kröfur Blaðamannafélagsins séu mjög hóflegar. „Við erum ekki að fara út fyrir neinn lífskjarasamning í okkar kröfugerð. Það liggur fyrir í þeim samningum sem við höfum þegar gert við smærri aðila hversu hóflegar þessar hækkanir eru og það er ekki að brjóta eitt eða neitt. Ég skil ekki að menn leggi dæmið upp með þeim hætti,“ segir Hjálmar, sem er ekki bjartsýnn eftir fund dagsins. „Það er afskaplega langt í land, því miður.“Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag.Vísir/einarÖmurlegt en nauðsynlegt að stefna verkfallsbrjótum Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu vinnustöðvun sem var sú fyrsta í röð fyrirhugaðra verkfalla. Málið verður þingfest í Félagsdómi á þriðjudag og segir Hjálmar það ekki ánægjulegt að grípa til slíkra úrræða. „Það er náttúrulega ömurlegt að þurfa að stefna verkfallsbrjótum fyrir Félagsdóm en það var ekkert annað að gera, það er bara þannig. Við getum ekki liðið það að menn brjóti löglega boðaða vinnustöðvun og það verður bara að fylgja því til enda, jafn ömurlegt og það er,“ segir Hjálmar.Sjá einnig: Deila áfram um lífskjarasamninginnHin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Fyrir Hjálmari var háttsemi starfsmanna Morgunblaðsins skýrt dæmi um verkfallsbrot. Það hafi því ekkert annað komið til greina en að vísa málinu til Félagsdóms. „Lögin eru alveg skýr að þessu leyti að mínu viti.“Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36